Ætla að framleiða rússneska bóluefnið á Ítalíu Kjartan Kjartansson skrifar 9. mars 2021 13:15 Skammtar af rússneska bóluefninu Spútnik V í Íran. AP/Saeed Kaari/KAC Rússar hafa gert samkomulag um að framleiða Spútnik V-bóluefni sitt við kórónuveirunni á Ítalíu, fyrsta samninginn þess efnis í Evrópu. Lyfjastofnun Evrópu hefur hvatt Evrópusambandsríki til að veit ekki leyfi fyrir rússneska bóluefninu í bili. Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis. Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Samningurinn er við Adienne Srl, ítalskt dótturfyrirtæki svissneska lyfjafyrirtækisins. Rússneski fjárfestingarsjóðurinn fjármagnar bæði þróun bóluefnisins og markaðssetningu þess erlendis. Framleiðslan á Ítalíu á að hefjast í júlí og er stefnt að því að framleiða allt að tíu milljónir skammta á þessu ári, að sögn AP-fréttastofunnar. Rússneska bóluefninu hefur ekki verið tekið fagnandi í Evrópu fram að þessu. Christa Wirthumer-Hoche, stjórnarformaður Lyfjastofnunar Evrópu, sagði um helgina að hún réði Evrópusambandslöndum að veita Spútnik V-bóluefninu ekki neyðarheimild fyrr en stofnunin hefur náð að staðfesta öryggi þess og virkni. Framleiðendur bóluefnisins hafa krafist opinberrar afsökunarbeiðni vegna ummæla Wirthumer-Hoche. Spútnik V hefur fengið grænt ljós í 46 löndum, þar á meðal Indlandi, Suður-Kóreu, Brasilíu, Kína, Tyrklandi og Íran. Evrópusambandsríkin Ungverjaland, Slóvakía og Tékkland hafa þegar veitt bóluefninu leyfi eða hafa umsókn þess efnis til meðferðar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bólusetningar gegn kórónuveirunni hafa gengið hægt fyrir sig í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld stöðvuðu útflutning á bóluefni AstraZeneca sem var framleitt þar til Ástralíu í síðustu viku. Það var í fyrsta skipti sem Evrópuríki beitti útflutningshömlum á bóluefni sem ESB kom á vegna deilna þess við AstraZeneca um afhendingu bóluefnis.
Rússland Ítalía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Evrópusambandið Lyf Tengdar fréttir Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22 Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55 Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Ítalir stöðvuðu sendingu á bóluefni til Ástralíu Stjórnvöld á Ítalíu komi í veg fyrir að 250.000 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni sem voru framleiddir þar í landi yrðu fluttir til Ástralíu. Ákvörðunin nýtur stuðnings framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og byggir á nýjum reglum sem leyfa ríkjum að stöðva útflutning á bóluefni ef framleiðendur þess hafa ekki staðið við skuldbindingar sínar gagnvart sambandinu. 4. mars 2021 23:22
Lyfjastofnun Evrópu hefur áfangamat á Sputnik V Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið svokallað áfangamat (e. rolling review) á rússneska bóluefninu Sputnik V gegn Covid-19. 4. mars 2021 09:55
Sputnik V með um 92 prósent virkni Rússneska bóluefnið Sputnik V veitir tæplega 92 prósenta vörn gegn kórónuveirunni. Þetta er niðurstaða prófana sem sagt er frá í læknaritinu Lancet. 2. febrúar 2021 13:48