Tekst Liverpool að bjarga tímabilinu í Meistaradeildinni? Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 11:40 Sadio Mané kemur Liverpool í 0-2 í fyrri leiknum gegn Leipzig. getty/Christina Pahnke Liverpool er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn RB Leipzig í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Þjóðverjarnir sjá þó eflaust tækifæri til að koma höggi á ensku meistarana sem hefur gengið bölvanlega að undanförnu. Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira
Liverpool vann fyrri leikinn á Ferenc Puskás leikvanginum í Búdapest með tveimur mörkum gegn engu. Leikurinn taldist heimaleikur Leipzig og Þjóðverjarnir þurfa því að vinna með þremur mörkum í kvöld til að komast áfram. Líkt og 16. febrúar verður leikið í Búdapest í kvöld sökum ferðatakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Mohamed Salah og Sadio Mané skoruðu mörk Liverpool í fyrri leiknum en þau komu eftir slæm varnarmistök Leipzig. Frá fyrri leiknum gegn Leipzig 16. febrúar hefur Liverpool leikið fjóra leiki í ensku úrvalsdeildinni. Liverpool vann botnlið Sheffield United á útivelli en tapaði fyrir Fulham, Chelsea og Everton á heimavelli. Liverpool hefur alls tapað sex deildarleikjum á Anfield í röð sem hefur aldrei áður gerst í sögu félagsins. Rauði herinn er í 8. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti, þegar tíu umferðum er ólokið. Meistaradeildin er því kannski helsta tækifæri Liverpool til að gera eitthvað gott úr tímabilinu. Rauði herinn féll úr leik í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra en tímabilin tvö þar á undan komst Liverpool í úrslit keppninnar og vann hana 2019. Allir fjórtán leikmenn Liverpool sem komu við sögu í úrslitaleiknum gegn Tottenham fyrir tveimur árum eru enn hjá félaginu þótt nokkrir þeirra glími við langvarandi meiðsli, eins og Virgil van Dijk, Joël Matip og Jordan Henderson. Á fljúgandi siglingu Á meðan Liverpool hefur gengið illa að undanförnu hefur Leipzig gengið allt í haginn frá fyrri leiknum gegn Rauða hernum og unnið alla þrjá leiki sína í þýsku úrvalsdeildinni síðan þá með markatölunni 9-2. Leipzig hefur alls unnið sex deildarleiki í röð og er í 2. sæti með 53 stig, tveimur stigum á eftir toppliði Bayern München. Möguleikinn á fyrsta Þýskalandsmeistaratitlinum í sögu félagsins er því svo sannarlega til staðar þótt það verði hægara sagt en gert að fella Bayern af stalli sínum. Bæjarar hafa orðið þýskir meistarar níu ár í röð. Fyrst er það samt Meistaradeildin og þrátt fyrir að vera í þröngri stöðu eru Leipzig-menn brattir fyrir leikinn í kvöld. Erfitt en ekki ómögulegt „Ef við spilum eins og við höfum gert síðustu vikur og höldum stöðugleika held ég að staða okkar sé góð. Við reynum að halda áfram að eiga farsælt tímabil, við erum enn í bikarnum og Meistaradeildinni. Þar bíður okkar erfitt verkefni, 2-0 undir gegn Liverpool, en þetta er ekki ómögulegt. Við höldum áfram að trúa,“ sagði Péter Gulásci, ungverski markvörðurinn hjá Leipzig sem verður á heimavelli í kvöld eins og í fyrri leiknum. Klippa: Viðtal við markvörð Leipzig Gulásci þekkir vel til hjá Liverpool en hann var á mála hjá félaginu á árunum 2007-13. Hann náði þó aldrei að spila fyrir aðallið Liverpool. Ferill Guláscis fór á flug eftir að hann gekk í raðir Red Bull Salzburg 2013. Tveimur árum síðar færði hann sig um set innan Red Bull samsteypunnar og fór til Leipzig. Gulásci hefur leikið yfir tvö hundruð leiki fyrir Leipzig og átt stóran þátt í uppgangi liðsins sem komst alla leið í undanúrslit Meistaradeildarinnar á síðasta tímabili. Leikur Liverpool og Leipzig hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Á sama tíma hefst leikur Paris Saint-Germain og Barcelona á Stöð 2 Sport 4. Upphitun fyrir leikina hefst klukkan 19:15 á Stöð 2 Sport 2. Leikirnir verða svo gerðir upp í Meistaradeildarmörkunum á Stöð 2 Sport klukkan 22:00. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Sjá meira