Lokaskotið: Hnífjöfn barátta um úrslitakeppni og FH gæti endað án stiga Sindri Sverrisson skrifar 9. mars 2021 23:01 Sunneva Einarsdóttir og Þorgerður Anna Atladóttir fóru yfir stöðuna í Olís-deildinni. Stöð 2 Sport Nú eru aðeins þrjár umferðir eftir af Olís-deild kvenna í handbolta áður en sex liða úrslitakeppni tekur við. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar rýndu í mögulegar útkomur úr lokaumferðunum. Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK. Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Baráttan um deildarmeistaratitilinn er á milli KA/Þórs og Fram. Akureyringar eru einu stigi ofar en liðin mætast í Safamýri í lokaumferðinni, 5. apríl. HK er sem stendur í 7. sæti og utan úrslitakeppninnar, aðeins einu stigi á eftir Haukum og Stjörnunni. „Ég held að þetta verði bara svona. Það er mín spá,“ sagði Sunneva Einarsdóttir. „Þetta er spurning með Hauka eða HK,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir og bætti við: „Það getur allt gerst. Það er fáránlega erfitt að spá fyrir um þetta.“ Innslagið úr Seinni bylgjunni má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Auk toppslagsins á milli Fram og KA/Þórs þá eiga Haukar og HK líka eftir að mætast í næstsíðustu umferð, og Haukar og Stjarnan í lokaumferðinni. „Þetta verður virkilega spennandi í síðustu leikjunum. Það er alltaf erfitt að spá, fyrir hverja einustu umferð,“ sagði Sunneva. Ósammála um hvort slæmt sé að sitja hjá Í úrslitakeppninni mætast fyrst liðin í 3. og 6. sæti, og liðin í 4. og 5. sæti. Efstu tvö liðin sitja sem sagt hjá. Sérfræðingarnir voru ekki alveg sammála um hvort það væri því gott eða slæmt að lenda í 2. sæti og þurfa að halda sér alfarið við með æfingum á meðan að önnur lið spila. Sunneva var ekki á því að það væri verra að sitja hjá: „En ég skil alveg um hvað þið eruð að tala. Það er skrýtið að fara aftur í 40 daga pásu.“ Á botni deildarinnar situr FH sem hefur ekki enn fengi stig á tímabilinu. „FH á Val, Fram og ÍBV eftir. Þarna er mögulega lið að fara í gegnum deildina án þess að fá eitt einasta stig,“ sagði Svava Kristín Gretarsdóttir þáttastjórnandi. „Það er sorglegt, því það hefði átt að gerast í síðustu umferð,“ sagði Þorgerður, og vísaði til grátlegs taps FH gegn HK.
Seinni bylgjan Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Sjáðu draumamark Kristínar sem tryggði HK eins marks sigur á FH Fyrsta leik dagsins í Olís deild kvenna er lokið. HK marði þá stigalaust botnlið FH með eins marks mun, lokatölur 23-24 í Kaplakrika í Hafnafirði í dag. Sigurmarkið var stórglæsilegt og kom í síðustu sókn leiksins. 6. mars 2021 15:25