Drottningin döpur yfir erfiðleikum Meghan og Harrys Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2021 18:25 Elísabet Englandsdrottning segir alla konungsfjölskylduna dapra eftir að hafa komist að því til fulls í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan hversu erfið síðustu ár hafi reynst þeim. Almenningsálitið í Bretlandi virðist vera á sveif Meghan. Drottningin segir í yfirlýsingu nú síðdegis að þau mál sem hafi verið til umræðu í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan, sérstaklega varðandi kynþáttamál, séu umhugsunarefni. Þótt minni fólks geti verið mismunandi séu þessi mál tekin mjög alvarlega og verði tekin fyrir hjá fjölskyldunni. Harry, Meghan og sonur þeirra Archie verði alltaf elskulegir meðlimir fjölskyldunnar. Í viðtalinu við Opruh vildi Harry ekki upplýsa hvaða meðlimur fjölskyldunnar lýsti áhyggjum af húðlit sonarins áður en hann fæddist. „Á þessum tíma var þetta mjög undarlegt, mér var dálítið brugðið,“ sagði Harry við Opruh. „Mér líður ekki vel með það (að upplýsa hver átti ummælin). En þetta gerðist strax í upphafi,“ sagði Harry. Harry Bretaprins og Meghan Markle.EPA-EFE/NEIL HALL Jane Owen útgefandi og almannatengslaráðgjafi hrósar hertogahjónunum og þá sérstaklega Meghan fyrir framgöngu þeirra í viðtalinu. Konungsfjölskyldan sé hins vegar í vanda. „Þetta er sennilega versta staða fjölskyldunnar í fjölmiðlum í mjög langan tíma,“ segir Owen. Hafi hún eitthvað lært af reynslunni ætti fjölskyldan að koma hreint fram. Meghan sagði suma í fjölskyldunni hafa sagt að þau hefðu öll þurft að mæta og eiga við ókurteisa fjölmiðla. „En dónaskapur og kynþáttafordómar eru ekki það sama. Þau hafa líka átt að teymi sem bregst formlega við og ver þau. Sérstaklega þegar vitað er að eitthvað er ekki sannleikanum samkvæmt. Við höfðum engan slíkan stuðning,“ sagði Meghan. Fólk sem fjölmiðlar hafa rætt við á förnum vegi í Lundúnum sýnir flest Meghan stuðning sinn þótt sumir gagnrýni hana og Harry. Þau njóta mikils stuðnings í Brixton hverfinu í Lundúnum þar sem íbúar eru margir af afrískum uppruna. Alnafni Harold Wilson fyrrverandi forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins segir að konungsfjölskyldan hefði getað litið að komu Meghan í fjölskylduna sem tækifæri til að miða áfram með tíðarandanum. „En konungsfjölskyldan er ekki þannig,“ segir Wilson. „Þetta ristir mjög djúpt þannig að jafnvel áður en barnið kom í heiminn hafa þau áhyggjur af litarhafti þess. Það segir manni allt um þau,“ sagði Harold Wilson augljóslega hneykslaður. Mikill órói er sagður innan konungsfjölskyldunnar um þessar mundir.EPA/STR Sumir hafa jafnvel lýst áhyggjum af framtíð samveldisins vegna þessa, þar sem mörg afríkuríki eru meðal þeirra. Rebecca Wangare íbúi í Næróbí í Kenýa segir Meghan vera sterka konu 21. aldarinnar. „Með aðstoð eiginmannsins hefur hún ákveðið að yfirgefa konungsfjölskylduna, stóru nöfnin, fjölskyldunnar sinnar vegna. Þau sem eru í hjónabandi með hvítum líta upp til hennar sem fyrirmyndar,“ segir Wangare. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir framtíð stjórnarskrár Nýjasjálands ekki ráðast af einu viðtali við Harry og Meghan. „Þegar sú umræða kemur upp hjá íbúum landsins snýst hún um hvað er best fyrir landið fremur en nokkuð annað,“ sagði Ardern við spurula fjölmiðla í dag. Meghan hefur ekki verið í sambandi við föður sinn Thomas Markle allt frá því hann lét fjölmiðla fá hluta af bréfi hennar til hans rétt fyrir brúðkaup hennar og Harrys. Í bréfinu reyndi hún að fá föður sinn til að hætta að ræða hennar mál við fjölmiðla. Markle segir Meghan hafa snúið baki við bæði móður- og föðurfjölskyldu sinni. Hann telji hvorki konungsfjölskylduna né Breta almennt haldna kynþáttafordómum. Fordómarnir séu meiri í Los Angeles í Kaliforníu. „Þetta varðandi húðlit barnsins. Ég giska og vona að það hafi bara verið heimskuleg spurning frá einhverjum,“ segir Markle. Hertogahjónin hafi skotið yfir markið í viðtalinu við Ophru. „Þau hefðu átt að bíða með tilliti til aldurs drottningarinnar og Filipusar. Þau hefðu að minnsta kosti átt að reyna að bíða með þetta,“ segir Markle. Karl Bretaprins faðir Harrys heimsótti bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag. Þegar hann var að yfirgefa miðstöðina kallaði fréttmaður til hans spurningu um hvað honum þætti um viðtalið. Prinsinn leiddi spurninguna hins vegar alveg hjá sér og hélt leiðar sinnar. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Drottningin tjáir sig um viðtalið Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 17:46 Ætlar að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til Meghan talar við hann Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex og eiginkonu Harry Bretaprins, segist ætla að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til dóttir hans talar aftur við hann. 9. mars 2021 12:12 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Drottningin segir í yfirlýsingu nú síðdegis að þau mál sem hafi verið til umræðu í viðtali Opruh Winfrey við Harry og Meghan, sérstaklega varðandi kynþáttamál, séu umhugsunarefni. Þótt minni fólks geti verið mismunandi séu þessi mál tekin mjög alvarlega og verði tekin fyrir hjá fjölskyldunni. Harry, Meghan og sonur þeirra Archie verði alltaf elskulegir meðlimir fjölskyldunnar. Í viðtalinu við Opruh vildi Harry ekki upplýsa hvaða meðlimur fjölskyldunnar lýsti áhyggjum af húðlit sonarins áður en hann fæddist. „Á þessum tíma var þetta mjög undarlegt, mér var dálítið brugðið,“ sagði Harry við Opruh. „Mér líður ekki vel með það (að upplýsa hver átti ummælin). En þetta gerðist strax í upphafi,“ sagði Harry. Harry Bretaprins og Meghan Markle.EPA-EFE/NEIL HALL Jane Owen útgefandi og almannatengslaráðgjafi hrósar hertogahjónunum og þá sérstaklega Meghan fyrir framgöngu þeirra í viðtalinu. Konungsfjölskyldan sé hins vegar í vanda. „Þetta er sennilega versta staða fjölskyldunnar í fjölmiðlum í mjög langan tíma,“ segir Owen. Hafi hún eitthvað lært af reynslunni ætti fjölskyldan að koma hreint fram. Meghan sagði suma í fjölskyldunni hafa sagt að þau hefðu öll þurft að mæta og eiga við ókurteisa fjölmiðla. „En dónaskapur og kynþáttafordómar eru ekki það sama. Þau hafa líka átt að teymi sem bregst formlega við og ver þau. Sérstaklega þegar vitað er að eitthvað er ekki sannleikanum samkvæmt. Við höfðum engan slíkan stuðning,“ sagði Meghan. Fólk sem fjölmiðlar hafa rætt við á förnum vegi í Lundúnum sýnir flest Meghan stuðning sinn þótt sumir gagnrýni hana og Harry. Þau njóta mikils stuðnings í Brixton hverfinu í Lundúnum þar sem íbúar eru margir af afrískum uppruna. Alnafni Harold Wilson fyrrverandi forsætisráðherra breska Verkamannaflokksins segir að konungsfjölskyldan hefði getað litið að komu Meghan í fjölskylduna sem tækifæri til að miða áfram með tíðarandanum. „En konungsfjölskyldan er ekki þannig,“ segir Wilson. „Þetta ristir mjög djúpt þannig að jafnvel áður en barnið kom í heiminn hafa þau áhyggjur af litarhafti þess. Það segir manni allt um þau,“ sagði Harold Wilson augljóslega hneykslaður. Mikill órói er sagður innan konungsfjölskyldunnar um þessar mundir.EPA/STR Sumir hafa jafnvel lýst áhyggjum af framtíð samveldisins vegna þessa, þar sem mörg afríkuríki eru meðal þeirra. Rebecca Wangare íbúi í Næróbí í Kenýa segir Meghan vera sterka konu 21. aldarinnar. „Með aðstoð eiginmannsins hefur hún ákveðið að yfirgefa konungsfjölskylduna, stóru nöfnin, fjölskyldunnar sinnar vegna. Þau sem eru í hjónabandi með hvítum líta upp til hennar sem fyrirmyndar,“ segir Wangare. Jacinda Ardern forsætisráðherra segir framtíð stjórnarskrár Nýjasjálands ekki ráðast af einu viðtali við Harry og Meghan. „Þegar sú umræða kemur upp hjá íbúum landsins snýst hún um hvað er best fyrir landið fremur en nokkuð annað,“ sagði Ardern við spurula fjölmiðla í dag. Meghan hefur ekki verið í sambandi við föður sinn Thomas Markle allt frá því hann lét fjölmiðla fá hluta af bréfi hennar til hans rétt fyrir brúðkaup hennar og Harrys. Í bréfinu reyndi hún að fá föður sinn til að hætta að ræða hennar mál við fjölmiðla. Markle segir Meghan hafa snúið baki við bæði móður- og föðurfjölskyldu sinni. Hann telji hvorki konungsfjölskylduna né Breta almennt haldna kynþáttafordómum. Fordómarnir séu meiri í Los Angeles í Kaliforníu. „Þetta varðandi húðlit barnsins. Ég giska og vona að það hafi bara verið heimskuleg spurning frá einhverjum,“ segir Markle. Hertogahjónin hafi skotið yfir markið í viðtalinu við Ophru. „Þau hefðu átt að bíða með tilliti til aldurs drottningarinnar og Filipusar. Þau hefðu að minnsta kosti átt að reyna að bíða með þetta,“ segir Markle. Karl Bretaprins faðir Harrys heimsótti bólusetningarmiðstöð í Lundúnum í dag. Þegar hann var að yfirgefa miðstöðina kallaði fréttmaður til hans spurningu um hvað honum þætti um viðtalið. Prinsinn leiddi spurninguna hins vegar alveg hjá sér og hélt leiðar sinnar.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Drottningin tjáir sig um viðtalið Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 17:46 Ætlar að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til Meghan talar við hann Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex og eiginkonu Harry Bretaprins, segist ætla að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til dóttir hans talar aftur við hann. 9. mars 2021 12:12 Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13 Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42 Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37 Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Drottningin tjáir sig um viðtalið Elísabet Bretadrottning segir alla bresku konungsfjölskylduna sorgmædda yfir því hvað síðustu ár hafi verið erfið fyrir Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 17:46
Ætlar að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til Meghan talar við hann Thomas Markle, faðir Meghan Markle, hertogaynjunnar af Sussex og eiginkonu Harry Bretaprins, segist ætla að halda áfram að ræða við fjölmiðla þar til dóttir hans talar aftur við hann. 9. mars 2021 12:12
Piers Morgan móðgaðist og strunsaði út úr stúdíóinu Piers Morgan, einn þáttastjórnanda Good Morning Britain á ITV-sjónvarpsstöðinni, strunsaði út úr myndverinu í beinni útsendingu í morgun í kjölfar umræðu um hið margumtalaða viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle og Harry Bretaprins. 9. mars 2021 10:13
Krísufundir hjá konungsfjölskyldunni vegna viðtalsins Breska konungsfjölskyldan hefur haldið krísufundi í kjölfar viðtals Opruh Winfrey við hertogahjónin af Sussex, þau Meghan Markle og Harry Bretaprins. Viðtalið var frumsýnt á CBS-sjónvarpsstöðinni á sunnudagskvöld en sýnt í Bretlandi í heild sinni í gærkvöldi. 9. mars 2021 08:42
Hvorki Elísabet né Filippus ræddu húðlit Archie Viðtal Opruh Winfrey við Meghan Markle, hertogaynju af Sussex, og Harry Bretaprins hefur verið eitt stærsta fréttamálið í dag beggja vegna Atlantshafsins. Hjónin fóru yfir síðustu ár, allt frá því að Meghan kom inn í konungsfjölskylduna og þar til að þau ákváðu í sameiningu að segja skilið við hana á síðasta ári. 8. mars 2021 22:37
Meghan Markle: „Ég vildi ekki lifa lengur“ Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex, segir að breska konungsfjölskyldan hafi skapað svo rasískt andrúmsloft að hún hafi á tímabili verið í sjálfsvígshugleiðingum á meðan hún gekk með fyrsta barn og sitt og Harrys Bretaprins, Archie. 8. mars 2021 06:42