Sjáðu dramatíkina í Tórínó, mistök Ronaldos og VAR-fíaskóið í Dortmund Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. mars 2021 09:00 Leikmenn Porto fagna af innlifun eftir að Sérgio Oliveira skoraði annað mark liðsins gegn Juventus. getty/Valerio Pennicino Ekki vantaði dramatíkina í leiki gærkvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Níu mörk voru skoruð í þeim, eitt rautt spjald fór á loft og myndbandsdómgæslan kom mikið við sögu. Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Sjá meira
Juventus vann 3-2 sigur á Porto en féll úr leik á útivallarmörkum, 4-4 samanlagt. Borussia Dortmund og Sevilla gerðu 2-2 jafntefli en þýska liðið fór áfram, 5-4 samanlagt. Leikur Juventus og Porto á Allianz vellinum í Tórínó var frábær skemmtun. Sérgio Oliveira kom Porto í 0-1 úr vítaspyrnu á 19. mínútu og þannig var staðan í hálfleik. Federico Chiesa jafnaði fyrir Juventus á 49. mínútu og fimm mínútum síðar vænkaðist hagur Ítalíumeistaranna enn frekar þegar Mehdi Taremi, framherji Porto, var rekinn af velli fyrir að sparka boltanum í burtu eftir að dómarinn var búinn að flauta. Klippa: Leikmaður Porto rekinn af velli Chiesa kom Juventus yfir á 63. mínútu með skalla eftir eina af fjölmörgum fyrirgjöfum Juans Cuadrado í leiknum og því þurfti að framlengja. Á 115. mínútu fékk Porto aukaspyrnu langt fyrir utan vítateig. Oliveira tók hana og skoraði með föstu skoti. Varnarveggur Juventus var hinn asnalegasti í markinu en Cristiano Ronaldo sneri til að mynda baki í boltann. Adrien Rabiot kom Juventus í 3-2 með skalla eftir hornspyrnu Federicos Bernadeschi á 117. mínútu en nær komust ítölsku meistararnir ekki og Porto fagnaði sæti í átta liða úrslitunum. Klippa: Juventus 3-2 Porto Eins og í fyrri leik Dortmund og Sevilla kom Erling Haaland mikið við sögu í leik liðanna á Signal Iduna Park í gær. Norðmaðurinn kom Dortmund yfir á 35. mínútu og staðan var 1-0 í hálfleik. Haaland skoraði annað mark sitt í upphafi seinni hálfleiks en það var dæmt af vegna brots á Jules Koundé. Cüneyt Cakir, dómari leiksins, dæmdi hins vegar vítaspyrnu á Koundé fyrir brot á Haaland nokkru áður en Norðmaðurinn skoraði. Haaland tók vítaspyrnuna en Bono, markvörður Sevilla, varði. Hann var hins vegar farinn af línunni og því þurfti að endurtaka spyrnuna. Haaland setti boltann í sama horn, skoraði og fagnaði fyrir framan Bono. Hann fékk gult spjald fyrir fagnaðarlætin. Haaland scored But VAR ruled the goal out Then gave Dortmund a pen Bono saved it And the rebound But VAR ordered a retake Haaland scored #UCL pic.twitter.com/LGZ5mJUigF— Goal (@goal) March 9, 2021 Youssef En-Nesyri minnkaði muninn fyrir Sevilla úr víti á 69. mínútu og þegar sex mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma jafnaði hann með skalla eftir fyrirgjöf Ivans Rakitic. Lokatölur 2-2 en Dortmund fór áfram, 5-4 samanlagt. Klippa: Dortmund 2-2 Sevilla Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02 Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01 Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45 Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00 Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Sjá meira
Sagði ófyrirgefanlegt að Ronaldo hafi verið hræddur við boltann Cristiano Ronaldo var harðlega gagnrýndur fyrir tilburði sína í öðru marki Porto gegn Juventus í Meistaradeild Evrópu í gær. Fabio Capello sagði að varnarleikur Ronaldos hafi verið ófyrirgefanlegur. 10. mars 2021 08:02
Enginn fljótari að skora tuttugu mörk í Meistaradeild Evrópu Erling Braut Håland varð í gær fljótasti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu til að skora tuttugu mörk í keppninni. Það í aðeins fjórtán leikjum. 10. mars 2021 07:01
Juventus úr leik eftir framlengdan leik gegn Porto á heimavelli Juventus er dottið úr leik í Meistaradeild Evrópu eftir ótrúlegt 3-2 tap í framlengdum leik gegn Porto á heimavelli. Porto vann fyrri leik liðanna 2-1 og fer því áfram þökk sé fleiri mörkum skoruðum á útivelli. 9. mars 2021 22:45
Håland allt í öllu er Dortmund tryggði sér sæti í átta liða úrslitum Borussia Dortmund er komið í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu eftir 2-2 jafntefli gegn Sevilla í kvöld. Dortmund fyrri leik liðanna 3-2 og þar með eingívið samtals 5-3. 9. mars 2021 22:00