Allir fjórir með breska afbrigðið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2021 09:04 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Allir þeir fjórir sem greinst hafa með kórónuveiruna innanlands síðustu daga og verið utan sóttkvíar eru með breska afbrigði veirunnar. Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni, í morgun. Þá sagði hann ekki endilega á þessari stundu verið að ræða um einhverjar harðar aðgerðir. Sjá þurfi hvað komið hafi út úr sýnatökum gærdagsins en endanlegar tölur eru ekki komnar. Þórólfur sagði að á meðan ekki væru fleiri orðnir ónæmir fyrir veirunni hér innanlands þá gætu smit alltaf komið upp. „Við höfum verið að gera allt sem við getum til að lágmarka þessa áhættu, bæði fá veiruna inn og eins og að hún smitist. En svo gerist þetta og þá var bara gripið til mjög harðra aðgerða í kringum þessi tilfelli bæði skima mikið og margir settir í sóttkví,“ sagði Þórólfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hann tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum ekki á dagskrá og í morgun sagði hann ekki verið að ræða harðar aðgerðir á þessari stundu. „Við þurfum að sjá hvað sýnatökurnar í gær skiluðu, það er ekki komin endanleg niðurstaða á það. Svo þurfum við að sjá bara næstu daga því eins og við vitum þá tekur upp undir viku að fá fram veikindi ef einhver hafa orðið. Þannig að við þurfum bara að sjá hvernig vikan verður svolítið,“ sagði Þórólfur. Þá staðfesti hann að öll fjögur innanlandssmitin sem tengjast landamærasmitinu sem greindist í byrjun mars, og reyndist vera breska afbrigðið, séu einnig af þeim sama veirustofni. „Þetta er allt saman breska afbrigðið. Auk þess getur raðgreiningin sýnt nokkurn veginn hver hefur smitað hvern þannig að við vitum að þetta tilheyrir sama upprunanum,“ sagði Þórólfur. Of snemmt væri að segja til um það hvort fjórða bylgja faraldursins væri hafin. Sjá þyrfti hvernig takist að ná utan um smitin núna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Þetta sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir í Bítinu á Bylgjunni, í morgun. Þá sagði hann ekki endilega á þessari stundu verið að ræða um einhverjar harðar aðgerðir. Sjá þurfi hvað komið hafi út úr sýnatökum gærdagsins en endanlegar tölur eru ekki komnar. Þórólfur sagði að á meðan ekki væru fleiri orðnir ónæmir fyrir veirunni hér innanlands þá gætu smit alltaf komið upp. „Við höfum verið að gera allt sem við getum til að lágmarka þessa áhættu, bæði fá veiruna inn og eins og að hún smitist. En svo gerist þetta og þá var bara gripið til mjög harðra aðgerða í kringum þessi tilfelli bæði skima mikið og margir settir í sóttkví,“ sagði Þórólfur. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði hann tilslakanir á sóttvarnaaðgerðum ekki á dagskrá og í morgun sagði hann ekki verið að ræða harðar aðgerðir á þessari stundu. „Við þurfum að sjá hvað sýnatökurnar í gær skiluðu, það er ekki komin endanleg niðurstaða á það. Svo þurfum við að sjá bara næstu daga því eins og við vitum þá tekur upp undir viku að fá fram veikindi ef einhver hafa orðið. Þannig að við þurfum bara að sjá hvernig vikan verður svolítið,“ sagði Þórólfur. Þá staðfesti hann að öll fjögur innanlandssmitin sem tengjast landamærasmitinu sem greindist í byrjun mars, og reyndist vera breska afbrigðið, séu einnig af þeim sama veirustofni. „Þetta er allt saman breska afbrigðið. Auk þess getur raðgreiningin sýnt nokkurn veginn hver hefur smitað hvern þannig að við vitum að þetta tilheyrir sama upprunanum,“ sagði Þórólfur. Of snemmt væri að segja til um það hvort fjórða bylgja faraldursins væri hafin. Sjá þyrfti hvernig takist að ná utan um smitin núna. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira