„Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. mars 2021 10:30 Ice Tribe Iceland er flokkur sem stundar það að kafa í ísköldu vatni. Frosti Logason heyrði nýverið af hópi fólks sem hefur verið að stunda það í vetur að synda undir ísi lagt Hafravatn á sundfötum einum saman. Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira
Eitthvað sem hljómar mjög brjálæðislega og er eiginlega bara lyginni líkast þannig að hann ákvað að kanna málið betur í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöld og hittu fyrir hópinn sem kallar sig Ice Tribe Iceland einn ískaldan sunnudag í síðasta mánuði. „Þetta er bara hópur af fólki sem kann að lifa, það er bara þannig. Að fara í kuldann og upplifa náttúruna og adrenalínið í kroppinn og fara svo á hærri tíðni þegar við förum heim,“ segir Húni Húnfjörð. Að stinga sér til sunds í þessum aðstæðum er eiginlega það síðasta sem nokkurri heilvita manneskju dettur í hug. Úti var fjögurra stiga frost og þurfti hópurinn að nota öfluga vélsög til að saga gat á ísinn sem var um það bil 60 sentímetra þykkur þennan daginn og því lítil hætta á að hann pompaði undan okkur sem betur fer. Stökkva einnig niður fossa Ice Tribe hópurinn hefur á síðastliðnu ári farið um það bil þrjátíu sinnum upp að Hafravatni og að Seltjörn hjá Grindavík í þessum tilgangi þannig að heilmikil reynsla hefur skapast og menn greinilega farnir að kunna nokkuð vel til verka. Ice tribe Iceland hópurinn byrjaði fyrst að kafa undir ís þann 26. desember 2019 en þá var þetta lítill tólf manna hópur sem hefur stækkað mikið síðan þá. Félagar hópsins eru allir sammála um að köfun undir ís veiti þeim fyrst og fremst mikla vellíðan og spennulosun en þau eru líka öll miklir náttúruunnendur sem hreinlega elski að vera úti í kuldanum. „Við erum ekkert bara í þessu. Við erum líka að stökkva af fossum, synda niður ár og bara alls staðar þar sem er kalt,“ segir John Tómasson einn af meðlimum Ice Tribe. „Þetta er bara vellíðan og þú þarft ekkert róandi, þetta er allt í vatninu,“ segir Davíð Sölvason. Fyrir mörgum er þessi hugmynd að vera fastur undir ís einhverskonar martröð en strákarnir segja að þó að hugmyndin venjist fylgi henni líka alltaf ákveðin ónotatilfinning en hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Lífið „Frelsi til að gera allt sem þig langar til“ Tónlist Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið Lada Sport okkar tíma Lífið samstarf Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Lífið Avowed: Í senn hefðbundinn og framúrskarandi hlutverkaleikur Leikjavísir Fleiri fréttir Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Spila í fyrsta sinn á Þjóðhátíð Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Hlátrasköll og bongótrommur á forsýningu Alheimsdraumsins Mamma Gurru gríss gýtur í sumar Sepultura bætist við þéttsetið þungarokkssumar Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Alheimsdraumurinn: Sveppa tókst það sem Pétri tókst ekki Katy Perry fer út í geim Pétur og Elísabet tóku fallegt parhús í 101 í gegn Vatnsdeigsbollur með Dúbaí-fyllingu: „Þið verðið að prófa“ Var farin að fá kvíðaköst þegar dóttirin bað um að fara í göngutúra Hugsi yfir reynslulausum sérfræðingum Gene Hackman og eiginkona hans fundust látin Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili „Ég tala ekki einu sinni um þetta við vini mína“ Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Sjá meira