Börn í Kópavogi slegin eftir uppákomu í vettvangsferð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. mars 2021 13:50 Börnin voru í Strætó þegar karlmaðurinn í annarlegu ástandi sparkaði til þeirra. Vísir/Vilhelm Nemendur í fjórða bekk í Hörðuvallaskóla í Kópavogi lentu í heldur óskemmtilegri uppákomu í strætisvagni á leiðinni heim úr vettvangsferð í dag. Karlmaður í annarlegu ástandi hrópaði ókvæðisorð yfir börnin og sparkaði til nokkurra nemenda. Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið. Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Deildarstjóri yngra stigs skólans segir að börnin hafi að vonum verið slegin eftir þessa uppákomu. Guðbjörg Oddsdóttir, deildarstjóri yngra stigs skólans, segir í tölvupósti til foreldra að par í annarlegu ástandi hafi beðið eftir strætó á sama stað og nemendurnir. Maðurinn hafi verið farinn að kalla ókvæðisorð að börnunum á stoppustöðinni og færst í aukana þegar komið var inn í strætóinn. „Hann hrópaði ókvæðisorð yfir strætóinn og sagði ljóta hluti við börnin og þá fullorðnu sem í strætó voru. Einnig sparkaði hann til nokkurra nemenda. Börnin voru að vonum slegin eftir þessa uppákomu,“ segir Guðbjörg í tölvupóstinum. Hún hafi farið inn í stofur og rætt við nemendur auk þess að hringja í foreldra þeirra barna sem urðu fyrir spörkum. Vakin er athygli á því að börnin hafi eflaust þörf til að ræða atvikið vel heima við. Hörðuvallaskóli í Kórahverfinu í Kópavogi.Vísir/Vilhelm Guðmundur Heiðar Helgason, upplýsingafulltrúi hjá Strætó, hafði ekki heyrt af málinu. Hann segir vinnureglur þó skýrar hjá Strætó ef viðskiptavinir sýni af sér ógnandi hegðun. Þá eigi að stoppa á næstu biðstöð, opna allar dyr á vagninum og vísa viðkomandi út. Ef viðkomandi hlýði ekki eigi að kalla til lögreglu. Hann ætlar að reyna að afla sér nánari upplýsingar um málið. Þórunn Jónasdóttir skólastjóri vildi ekki tjá sig um atvikið í samtali við fréttastofu og vísaði á samskiptastjóra Kópavogsbæjar. Sigríður Björg Tómasdóttir, almannatengill Kópavogsbæjar, segir í samtali við Vísi að skólastjóri ætli að funda með kennurum og starfsfólki sem var í vettvangsferðinni á eftir til að fara betur yfir málsatvik. Hún hafði ekki upplýsingar um hver atburðarásin hefði verið í strætisvagninum varðandi fólkið og börnin, þ.e. hvernig málinu hefði lokið.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Strætó Kópavogur Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira