Keflavík hafnar tillögu um hámarksfjölda erlendra leikmanna Sindri Sverrisson skrifar 10. mars 2021 15:20 Keflavík er á toppi beggja Dominos-deildanna. Í karlaflokki er liðið með fjóra erlenda leikmenn en einn í kvennaflokki. vísir/vilhelm Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að félagið muni ekki styðja tillögu um að ávallt skuli 2-3 Íslendingar vera innan vallar í hvoru liði í körfuboltaleikjum hér á landi. Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma. Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
Haukar, KR, Stjarnan og Valur lögðu fram tillöguna fyrir ársþing KKÍ sem haldið verður á laugardaginn. Lýsa má tillögunni sem 3+1+1 tillögu þar sem gert er ráð fyrir að hámarki einn leikmaður frá ríki utan EES megi vera innan vallar hverju sinni, og einn leikmaður frá EES-ríki utan Íslands. Hinir þrír skulu hafa alist upp hjá íslensku félagsliði eða vera með íslenskan ríkisborgararétt. „Mér finnst vægi íslenskra og ungra leikmanna vera of lítið og tækifærin þeirra of fá. Mér finnst rétt að skoða hvort önnur útfærsla sé betri en sú sem nú er til að byggja upp körfubolta til framtíðar,“ sagði Svali Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Vals, í Sportpakkanum á Stöð 2 í gær. Í yfirlýsingu Keflavíkinga segir meðal annars að ekki hafi verið sýnt fram á að brottfall ungra leikmanna sé meira við núverandi fyrirkomulag, það er að segja nú þegar félög geta haft eins marga leikmenn frá EES-ríkjum inni á vellinum og þau vilja. Keflvíkingar segja gæðin í Dominos-deildunum aldrei hafa verið meiri, almennan áhuga á Íslandi sífellt að aukast og að iðkendum hafi fjölgað töluvert undanfarin ár. Rökstuðning Keflvíkinga má lesa í heild með því að smella hér , en að neðan má sjá sex punkta sem félagið tiltekur varðandi niðurstöðu sína: Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Breytingin tryggir ekki spilatíma ungra uppaldra leikmanna í hverju liði. Erlendir leikmenn með íslenska kennitölu verð gríðarlega eftirsóttir á leikmannamarkaði og munu án efa verða yfirborgaðir. Oft á tíðum eru þessir leikmenn komnir yfir hátind síns ferils. Ungir leikmenn sogast í höfuðborgina (Reykjavík, Kópavog, Garðabæ, Hafnarfjörð), jafnt frá Suðurnesjunum sem og öðrum landshlutum. Það sama má einnig segja um aðra reyndari leikmenn líka. Allra bestu íslensku leikmennirnir munu í auknum mæli færa sig til félaga þar sem fjármagnið er mest. Þetta mun skapa mikið ójafnræði milli liða. Fullyrt er að það sé ekkert í þessum tillögum sem geri það að verkum sjálfkrafa að kostnaður liða muni minnka. Launakostnaður annarra leikmanna mun einfaldlega aukast við það að fækka erlendum leikmönnum. Reynslan sýnir það. Jafnræðisreglur milli félaga eru ekki virtar eftir landshlutum. Það er hreyfingunni alls ekki til framdráttar til lengri tíma að hafa mismunandi reglur fyrir félög eftir staðsetningu og slíkt mun alltaf skapa kergju innan hreyfingarinnar til lengri tíma.
Dominos-deild karla Keflavík ÍF Dominos-deild kvenna Tengdar fréttir „Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00 Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31 Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn „Eitt mesta ofbeldi í sögu fótboltans“ Fótbolti Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Enski boltinn Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sport „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti Fleiri fréttir „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Sjá meira
„Þetta snýst um hvernig getum við byggt upp körfubolta“ Svali Björgvinsson fór yfir hvaða breytingar gætu átt sér stað á ársþingi Körfuknattleiks-sambands Íslands um reglur er varða fjölda erlendra leikmanna í deildum hér á landi. Svali telur vægi íslenskra leikmanna of lítið eins og staðan er í dag. 9. mars 2021 19:00
Strangari reglur fyrir suðvesturhornið í tillögu um erlenda leikmenn Fjögur körfuknattleiksfélög hafa lagt fram tillögu um breytingar á reglum um erlenda leikmenn í mótum á Íslandi. Tillagan verður tekin fyrir á ársþingi KKÍ eftir rúma viku. 5. mars 2021 14:31