Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými? Pawel Bartoszek skrifar 11. mars 2021 07:00 Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Sjá meira
Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun