Breytt Suðurlandsbraut - hvers vegna sérrými? Pawel Bartoszek skrifar 11. mars 2021 07:00 Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarlína Pawel Bartoszek Reykjavík Samgöngur Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Með Borgarlínunni mun Suðurlandsbrautin breytast. Í dag fer langstærsti hluti götunnar undir bíla og bílastæði. Á flestum stöðum eru: þrjár raðir af bílastæðum, tvær akreinar sem þjóna stæðunum og svo 2+2 vegur með reglulegum beygjuakreinum. Þá eru gangstéttir við verslanir syðst í götunni og göngu- og hjólastígar Laugardalsmegin. Með frumdrögum Borgarlínu er gert ráð að virkir ferðamátar fái meira pláss. Skoðaðar voru nokkrar útfærslur en eftirfarandi þversnið varð fyrir valinu: Svona umbreytingar kalla á spurningar og verður reynt að svara þeim hér: Þarf sérrými? Markmiðið með sérrýmunum er að auka flutningsgetu almenningssamgangna. Suðurlandsbraut er lykilflutningsleið Borgarlínu. Ef við værum bara að fjölga strætóleiðum á Suðurlandsbrautinni án þess að bæta flæði almenningssamgangna þeirra myndi það ekki skila sér í hraðari ferðatíma og ekki skila sér í fleiri farþegum. En með þessu móti fáum við 5 km sérrými frá Ártúnshöfð niður á Hlemm. Það verður alger bylting. Þurfa sérrýmin að vera í miðjunni? Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst Borgarlínann minnst af annarri umferð. Þannig verður Borgarlínan betri kostur í samkeppni við aðra ferðamáta, því notendur verða fljótari á leiðarenda en ella. Með því að hafa sérrýmin í miðjunni tefst önnur umferð líka minnst. En af hverju er verið að taka burt aðrar akreinar? Út frá BRT-staðlinum er ekki krafa um að fækka akreinum, aðallega að sérrýmin séu til staðar. Nokkrar ástæður eru fyrir því að valin er þessi leið á Suðurlandsbrautinni. Í fyrsta lagi þyrfti annars að leggja veg inn í Laugardal. Umdeilanlegt er að það sé það besta nýting á landi. Í öðru lagi þá bætir það flæði gangandi vegfarenda yfir Suðurlandsbrautina og inn á Borgarlínustöðvarnar. Gatan verður meiri borgargata og minni hraðbraut. Eykur þetta ekki umferð á nálægum götum? Umferðarspár sýna að umferð í Reykjavík mun halda áfram að aukast. Ef ekkert verður að gert mun umferð á Suðurlandsbrautinni og í nálægum götum aukast. Nokkrar útfærslur voru skoðaðar. Umferðarlíkanið sýnir að útfærslan sem var valin heldur aftur að vexti umferðar í hverfinu. Með óbreyttu fyrirkomulagi verður umferðin á Reykjavegi 15.400 þúsund bílar á sólarhring eftir 4 ár en 11.300 með Borgarlínu og fækkun akreina. Þarf sérstakan hjólastíg sunnan meginn? Góðar hjólatengingar eru hluti af BRT-staðlinum. Umhverfið sunnan Suðurlandsbrautar er í dag töluvert bílmiðað. Mikið er af bílastæðum, bæði í einkaeigu og á borgarlandi. Þau þjóna auðvitað sínum tilgangi en það er sannarlega hægt að bæta borgarrýmið á þessum stað með betri og beinni tengingum fyrir gangandi og hjólandi. Að lokum Yfir það heila er breytt Suðurlandsbraut hryggjastykki í því samgöngukerfi sem Borgarlínan boðar. Breytingarnar eru margar hverjar róttækar og kalla eðlilega á umræður. Ég fagna þeim frjóu umræðum sem komnar eru um frumdrögin. Ástæða er til að hlakka til framhaldsins. Höfundur er borgarfulltrúi Viðreisnar og varaformaður skipulags- og samgönguráðs.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun