Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:04 Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun