Oft óþægilegt að efla tengslanetið Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:01 Gott tengslanet getur nýst okkur í starfi, í atvinnuleit, í framtíðarstörfum og í einkalífi. En rannsóknir hafa sýnt að mörgum finnst þó óþægilegt að vinna markvisst að því að byggja upp tengslanetið sitt. Vísir/Getty Við heyrum oft um þetta talað: Tengslanetið skiptir máli! Að þekkja mann og annan er jú eitthvað sem nýtist oft vel í starfi. Og ekkert síður þegar sótt er um ný störf. Að efla tengslanetið er hins vegar verkefni sem mörgum finnst óþægilegt. Enda er okkur mis eðlislægt að tala við fólk eða taka fyrstu skrefin í samskiptum. Hvað þá að halda úti samræðum, þannig að líklegt sé að viðkomandi aðila finnist mikið til okkar koma! Rannsóknir hafa sýnt að mörgum finnst mjög óþægilegt að efla tengslanetið. Mörgum líður þá eins og þeir séu ekki heiðarlegir í samskiptum, enda sé markmiðið í raun tengslamyndun fyrir vinnuna eða starfsframann. Rannsóknir hafa þó einnig sýnt að sá hópur fólks sem finnst þetta hvað mest óþægilegt, er sá hópur fólks sem hefur mestu þörfina á því að efla tengslanetið sitt. Í þágu síns sjálfs. Því gott tengslanet getur aukið líkur á árangri í starfi, til dæmis í að afla tekna, nýrra viðskiptavina eða auka á þjónustu. Gott tengslanet getur hjálpað okkur í launasamningum eða að þróast áfram í starfi. Þá getur gott tengslanet nýst okkur í atvinnuleit. Gott tengslanet getur líka nýst okkur vel í framtíðarstörfum eða verkefnum. Tengslamyndun er oft tengd við starfið okkar eða starfsframa. Gott tengslanet getur hins vegar líka nýst okkur vel í einkalífi, sem mögulega skýrir það út hvers vegna rannsóknir hafa sýnt að það að vera með gott tengslanet gerir okkur hugmyndaríkari því við fáum oftar innblástur frá öðrum og líðan okkar mælist að öllu jafna betur. Hér eru nokkur góð ráð til að efla tengslanetið. 1. Okkar eigið viðhorf og framlag Það fyrsta sem við þurfum að gera er að skoða okkar eigið viðhorf til verkefnisins. Þar skiptir mestu máli að líta á uppbyggingu tengslanetsins okkar sem jákvætt verkefni. Því í raun erum við ekki að gera neitt annað en að GEFA tækifærum tækifæri! Mestu máli skiptir að átta okkur á því strax, að við höfum sjálf margt fram að færa. Þetta er oft fyrsta hindrunin hjá fólki því mörg okkar erum gjörn á að hugsa: „Já en ég hef ekki neitt sérstakt, að minnsta kosti ekki í samanburði við hinn....“ En vittu til, það hafa allir eitthvað fram að færa. Góð leið til að byrja er að bjóða oftar fram aðstoð og hjálpa öðrum. Því þegar að við gerum það, gerist tvennt: Við verðum meðvitaðri um að við höfum margt fram að færa og eflum tengslanetið með því að auka á jákvætt viðhorf annarra í okkar garð. Þá er líka ágætt að muna að þegar að fólk biður okkur um aðstoð eða leitar ráða hjá okkur, erum við líka að efla tengslanetið. Að efla tengslanetið með því að sýna stuðning, hjálpa öðrum eða tengja fólk saman, er ein besta leiðin til að efla tengslanetið. Og það góða við þessa leið, er að okkur sjálfum líður líka vel með okkar eigið framlag. 2. Spyrjum spurninga Mörgum finnst óþægilegt að hefja ný kynni til að byggja upp tengslanetið og líður oft eins og þeir séu að „selja“ sjálfan sig í þágu vinnunnar Þarna er um að gera að staldra aðeins við, því góð tengslamyndun snýst nákvæmlega ekkert um þetta. Miklu frekar snýst góð tengslamyndun um það að þú sýnir hinum aðilanum áhuga. Með því að sýna öðrum áhuga, eykst jákvætt viðmót í þinn garð og þannig skilar tengslamyndunin sér til þín. Þegar að við hittum fólk sem við viljum kynnast betur, er því um að gera að spyrja spurninga sem snýr að þeim. Einföld dæmi gætu til dæmis verið að spyrja um starf viðkomandi. „Hvernig kom það til að þú byrjaðir í þessari vinnu?“ Eða þegar verið er að ræða ákveðin mál að spyrja „Hvað finnst þér vera mesta áskorunin í þessu?“ Eða eitthvað í þessum dúr. 3. Að hlusta mjög vel Það sem flestir flaska á í samskiptum er hlustun. Öll viljum við þó láta hlusta á það sem við erum að segja. Þannig að þegar þú hittir einhvern sem þú vilt kynnast betur, leggðu þig þá fram við að hlusta 100% á það sem viðkomandi er að segja. Með því að hlusta vel, eykur þú á jákvæða tilfinningu viðkomandi gagnvart þér. 4. Að deila þekkingu eða sjónarmiðum Rannsóknir hafa sýnt að góðar hugmyndir verða í fæstum tilfellum til vegna þess að einhver er svo rosalega klár. Nei, þær verða nefnilega oftar til vegna þess að fólk er duglegt að tala saman, deila þekkingu og skoðunum. Þannig fáum við innblástur úr samskiptum við annað fólk, sérstaklega þegar við erum dugleg að tala við fólk með mismunandi bakgrunn, þekkingu eða þarfir. Þegar/ef við finnum fyrir feimni við að segja hvað okkur finnst, er ágætt að minna sig á þetta. Því það sem þú segir, er í raun framlag inn í þann samskiptaheim sem gefur okkur öllum innblástur fyrir hugmyndir og lausnir. 5. Að fylgja nýjum kynnum eftir En það er ekki nóg að kynnast nýju fólki. Oft þurfum við að hafa fyrir því að efla þau tengsl sem við vorum að opna á. Í lokin er því vert að fara yfir nokkrar leiðir til að fylgja nýjum kynnum eftir og styðjast þá við ráðin sem við vorum að fara yfir hér að ofan. A) Að nýta afrakstur góðrar hlustunar: Við getum sent viðkomandi grein, podcöst eða link að einhverjum upplýsingum sem þú telur líklegt að viðkomandi kunni að meta miðað við samtalið sem þið áttuð. B) Að gera öðrum greiða, að gagnast öðrum: Ert þú milliliður? Getur þú tengt saman einhvern sem þú þekkir við þann sem þú varst að hefja kynni við þannig að úr verði tengsl á milli þeirra, sem báðir aðilar eru líklegir til að kunna að meta? C) Að bjóða fram aðstoð: Ertu í nýju starfi, að kynnast nýjum hópi eða að eignast nýjan viðskiptavin? Í þeirri stöðu er gott að efla tengslanetið innan hópsins með því að bjóða fram aðstoð eða þjónustu umfram það sem ætlast er til af þér. Góðu ráðin Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Rannsóknir hafa sýnt að mörgum finnst mjög óþægilegt að efla tengslanetið. Mörgum líður þá eins og þeir séu ekki heiðarlegir í samskiptum, enda sé markmiðið í raun tengslamyndun fyrir vinnuna eða starfsframann. Rannsóknir hafa þó einnig sýnt að sá hópur fólks sem finnst þetta hvað mest óþægilegt, er sá hópur fólks sem hefur mestu þörfina á því að efla tengslanetið sitt. Í þágu síns sjálfs. Því gott tengslanet getur aukið líkur á árangri í starfi, til dæmis í að afla tekna, nýrra viðskiptavina eða auka á þjónustu. Gott tengslanet getur hjálpað okkur í launasamningum eða að þróast áfram í starfi. Þá getur gott tengslanet nýst okkur í atvinnuleit. Gott tengslanet getur líka nýst okkur vel í framtíðarstörfum eða verkefnum. Tengslamyndun er oft tengd við starfið okkar eða starfsframa. Gott tengslanet getur hins vegar líka nýst okkur vel í einkalífi, sem mögulega skýrir það út hvers vegna rannsóknir hafa sýnt að það að vera með gott tengslanet gerir okkur hugmyndaríkari því við fáum oftar innblástur frá öðrum og líðan okkar mælist að öllu jafna betur. Hér eru nokkur góð ráð til að efla tengslanetið. 1. Okkar eigið viðhorf og framlag Það fyrsta sem við þurfum að gera er að skoða okkar eigið viðhorf til verkefnisins. Þar skiptir mestu máli að líta á uppbyggingu tengslanetsins okkar sem jákvætt verkefni. Því í raun erum við ekki að gera neitt annað en að GEFA tækifærum tækifæri! Mestu máli skiptir að átta okkur á því strax, að við höfum sjálf margt fram að færa. Þetta er oft fyrsta hindrunin hjá fólki því mörg okkar erum gjörn á að hugsa: „Já en ég hef ekki neitt sérstakt, að minnsta kosti ekki í samanburði við hinn....“ En vittu til, það hafa allir eitthvað fram að færa. Góð leið til að byrja er að bjóða oftar fram aðstoð og hjálpa öðrum. Því þegar að við gerum það, gerist tvennt: Við verðum meðvitaðri um að við höfum margt fram að færa og eflum tengslanetið með því að auka á jákvætt viðhorf annarra í okkar garð. Þá er líka ágætt að muna að þegar að fólk biður okkur um aðstoð eða leitar ráða hjá okkur, erum við líka að efla tengslanetið. Að efla tengslanetið með því að sýna stuðning, hjálpa öðrum eða tengja fólk saman, er ein besta leiðin til að efla tengslanetið. Og það góða við þessa leið, er að okkur sjálfum líður líka vel með okkar eigið framlag. 2. Spyrjum spurninga Mörgum finnst óþægilegt að hefja ný kynni til að byggja upp tengslanetið og líður oft eins og þeir séu að „selja“ sjálfan sig í þágu vinnunnar Þarna er um að gera að staldra aðeins við, því góð tengslamyndun snýst nákvæmlega ekkert um þetta. Miklu frekar snýst góð tengslamyndun um það að þú sýnir hinum aðilanum áhuga. Með því að sýna öðrum áhuga, eykst jákvætt viðmót í þinn garð og þannig skilar tengslamyndunin sér til þín. Þegar að við hittum fólk sem við viljum kynnast betur, er því um að gera að spyrja spurninga sem snýr að þeim. Einföld dæmi gætu til dæmis verið að spyrja um starf viðkomandi. „Hvernig kom það til að þú byrjaðir í þessari vinnu?“ Eða þegar verið er að ræða ákveðin mál að spyrja „Hvað finnst þér vera mesta áskorunin í þessu?“ Eða eitthvað í þessum dúr. 3. Að hlusta mjög vel Það sem flestir flaska á í samskiptum er hlustun. Öll viljum við þó láta hlusta á það sem við erum að segja. Þannig að þegar þú hittir einhvern sem þú vilt kynnast betur, leggðu þig þá fram við að hlusta 100% á það sem viðkomandi er að segja. Með því að hlusta vel, eykur þú á jákvæða tilfinningu viðkomandi gagnvart þér. 4. Að deila þekkingu eða sjónarmiðum Rannsóknir hafa sýnt að góðar hugmyndir verða í fæstum tilfellum til vegna þess að einhver er svo rosalega klár. Nei, þær verða nefnilega oftar til vegna þess að fólk er duglegt að tala saman, deila þekkingu og skoðunum. Þannig fáum við innblástur úr samskiptum við annað fólk, sérstaklega þegar við erum dugleg að tala við fólk með mismunandi bakgrunn, þekkingu eða þarfir. Þegar/ef við finnum fyrir feimni við að segja hvað okkur finnst, er ágætt að minna sig á þetta. Því það sem þú segir, er í raun framlag inn í þann samskiptaheim sem gefur okkur öllum innblástur fyrir hugmyndir og lausnir. 5. Að fylgja nýjum kynnum eftir En það er ekki nóg að kynnast nýju fólki. Oft þurfum við að hafa fyrir því að efla þau tengsl sem við vorum að opna á. Í lokin er því vert að fara yfir nokkrar leiðir til að fylgja nýjum kynnum eftir og styðjast þá við ráðin sem við vorum að fara yfir hér að ofan. A) Að nýta afrakstur góðrar hlustunar: Við getum sent viðkomandi grein, podcöst eða link að einhverjum upplýsingum sem þú telur líklegt að viðkomandi kunni að meta miðað við samtalið sem þið áttuð. B) Að gera öðrum greiða, að gagnast öðrum: Ert þú milliliður? Getur þú tengt saman einhvern sem þú þekkir við þann sem þú varst að hefja kynni við þannig að úr verði tengsl á milli þeirra, sem báðir aðilar eru líklegir til að kunna að meta? C) Að bjóða fram aðstoð: Ertu í nýju starfi, að kynnast nýjum hópi eða að eignast nýjan viðskiptavin? Í þeirri stöðu er gott að efla tengslanetið innan hópsins með því að bjóða fram aðstoð eða þjónustu umfram það sem ætlast er til af þér.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01 Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00 Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01 Mest lesið Kilroy hafi eitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Sjá meira
Stakk upp á nýju starfi fyrir sjálfa sig og endaði sem framkvæmdastjóri „Ég myndi án efa hvetja fólk til þess að bera sig eftir því sem það vill, að hugsa aðeins hvað það virkilega langar að vinna við og yrði frábært í og hreinlega taka stöðuna. Það er þá ekkert verra en „Nei“ sem kemur, sem gæti svo alveg breyst í „Já“ síðar eins og það gerði hjá mér,“ segir Klara Símonardóttir aðspurð um það hvaða ráð hún myndi gefa fólki í atvinnuleit. Klara er í dag framkvæmdastjóri Petmark. Árið 2016 hafði hún samband við það fyrirtæki og stakk upp á því að hún yrði ráðin sem vörumerkjastjóri. Starfið var ekki til hjá fyrirtækinu og þaðan af síður hafði það verið auglýst. En í kjölfar þess að Klara hafði samband, var starfið búið til og hún ráðin. 22. janúar 2021 07:00
Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01
Sjálfsmyndin oft erfið stjórnendum og hálauna fólki Kanntu að gera skil á milli þín og vinnunnar? Eða byggir sjálfsmatið þitt á stöðugildinu sem þú sinnir í dag? Að starfsferillinn hafi í raun yfirtekið sjálfsmyndina er staða sem margir eru í, en oft óafvitandi. 12. febrúar 2021 07:01
Einkenni algengra aldursfordóma á vinnustöðum Aldursfordómar hafa orðið nokkuð undir í umræðum síðustu ára um fordóma á vinnustöðum og forvarnir gegn þeim. Meira er rætt um aðgerðir og forvarnir gegn kynfordómum, kynvitund, kynhneigð, þjóðerni og trú. 8. desember 2020 07:00
Einkenni og afleiðingar fitufordóma á vinnustöðum Getur verið að þú haldir um margt fólk í ofþyngd að það séu hálfgerðir letingjar? Eða að viðkomandi sé ekkert rosalega klár? Ertu með yfirlýsingar um að fólk í ofþyngd sé með litla sjálfstjórn og almennt ekki hraust? Finnst þér fólk í ofþyngd minna spennandi í ásýnd og útliti? 16. desember 2020 07:01