Stutt svar til formanns VR Ingibjörg Ósk Birgisdóttir skrifar 11. mars 2021 10:31 Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Mest lesið RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Já, kveðjurnar frá mér þykja Ragnari Þór ekki hlýjar. Það er ekki að ástæðulausu, ég hef áhyggjur af VR, áhyggjur af því að alltof margir séu að yfirgefa félagið. Ragnar Þór notar þá lúalegu aðferð í svari við grein minni að gera mér upp viðhorf sem hann síðan hneykslast á. Hann er samur við sig í óheiðarlegum málflutningi og tónninn í grein hans er yfirlætislegur eins og hann á vana til. Mest virðist hafa farið fyrir brjóstið á formanninum að ég benti á kostnaðarsamar auglýsingaherferðir, sem skýra kannski að hluta ört vaxandi rekstrarkostnað skrifstofu félagsins. Ég tók sem dæmi að VR hleypti af stað kröftugri auglýsingaherferð um kulnun og streitu án þess að vinna heimavinnuna um framhaldið. Og nú auglýsir VR látlaust stuðningslán til heimilanna án þess að nokkuð liggi fyrir um framkvæmdina, um það hver eigi að borga brúsann. Með þessu vekur VR falsvonir. Það er ekki fallega gert gagnvart þeim sem treysta félaginu. Til viðbótar mætti rifja upp þegar Ragnar Þór ætlaði að leysa vanda leigjenda með því m.a. að láta VR kaupa blokk. Ekkert hefur heyrst meira af þeim áformum. Þannig er þetta margt hjá Ragnari, aðalatriðið er að auglýsa sig, komast í fréttirnar, ekkert er hirt um eftirleikinn og kostnaðinn. Félagsmenn í VR eiga betra skilið. Þeir eiga skilið formann sem mun að vinna að bættum kjörum alls verslunar- og skrifstofufólks, formann sem hafnar lýðskrumi. Höfundur er fyrrverandi varaforseti ASÍ og sat í stjórn VR 2010-2020.
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar