Frá­bær enda­sprettur hjá Arsenal í Grikk­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Arsenal vann góðan sigur í Grikklandi í kvöld.
Arsenal vann góðan sigur í Grikklandi í kvöld. EPA-EFE/Georgia Panagopoulou

Arsenal vann góðan 3-1 sigur í Grikklandi er liðið mætti Olympiacos í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Eftir rúman hálftíma leik kom Martin Ødegaard gestunum frá Lundúnum yfir með frábæru skoti fyrir utan teig. Hélt Arsenal forystunni þangað til flautað var til loka fyrri hálfleiks.

Youssef Al Arabi jafnaði metin fyrir Olympiacos þegar tæpur klukkutími var liðinn og staðan orðin 1-1. Arsenal var mikið mun sterkari aðilinn í leiknum og á endanum bar það árangur.

Gabriel skoraði eftir fyrirgjöf Willian þegar tæplega tíu mínútur lifðu leiks og Mohamed Elneny kórónaði svo frábæran endasprett gestanna með þriðja marki þeirra. Reyndist það síðasta markið í hörkuleik, lokatölur 3-1 Arsenal í vil sem eru í frábærum málum fyrir síðari leik liðanna.


Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira