Kane sá um Dinamo Zagreb | Björn Bergmann byrjaði í tapi Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. mars 2021 22:00 Þessir tveir eru að tengja vel saman þessa dagana. EPA-EFE/Neil Hall Harry Kane sá um Dinamo Zagreb er liðin mættust í Lundúnum í fyrri leik 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-0. Þá tapaði Molde 2-0 fyrir Granada og Roma vann 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Harry Kane kom Tottenham yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Erik Lamela. Var þetta 25. mark Kane á leiktíðinni. 25 - Harry Kane has now scored 25 goals for Spurs in all competitions this season, already surpassing his goal tally from each of his previous two seasons (24 in 2019-20 and 2018-19). Dynamite. pic.twitter.com/QjKzsiZxz4— OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2021 Var það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan þar af leiðandi 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Kane út um leikinn með öðru marki sínu og öðru marki Tottenham. Í öðrum leikjum kvöldsins var Björn Bergmann Sigurðarson gult spjald í 2-0 tapi Molde gegn Granada. Jorge Molina kom Granda yfir í fyrri hálfleik og Roberto Soldado bætti við öðru markinu í síðari hálfleik. Þarna á milli nældi Martin Ellingsen sér í tvö gul spjöld í liði Molde og norska liðið kláraði leikinn því með aðeins tíu leikmenn inn á vellinum. Þá vann Roma öruggan 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Síðari leikir liðanna fara fram eftir viku. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Harry Kane sá um Dinamo Zagreb er liðin mættust í Lundúnum í fyrri leik 16-liða úrslita Evrópudeildarinnar í kvöld, lokatölur 2-0. Þá tapaði Molde 2-0 fyrir Granada og Roma vann 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Harry Kane kom Tottenham yfir um miðbik fyrri hálfleiks eftir góðan undirbúning Erik Lamela. Var þetta 25. mark Kane á leiktíðinni. 25 - Harry Kane has now scored 25 goals for Spurs in all competitions this season, already surpassing his goal tally from each of his previous two seasons (24 in 2019-20 and 2018-19). Dynamite. pic.twitter.com/QjKzsiZxz4— OptaJoe (@OptaJoe) March 11, 2021 Var það eina mark fyrri hálfleiksins og staðan þar af leiðandi 1-0 er liðin gengu til búningsherbergja. Þegar tuttugu mínútur lifðu leiks gerði Kane út um leikinn með öðru marki sínu og öðru marki Tottenham. Í öðrum leikjum kvöldsins var Björn Bergmann Sigurðarson gult spjald í 2-0 tapi Molde gegn Granada. Jorge Molina kom Granda yfir í fyrri hálfleik og Roberto Soldado bætti við öðru markinu í síðari hálfleik. Þarna á milli nældi Martin Ellingsen sér í tvö gul spjöld í liði Molde og norska liðið kláraði leikinn því með aðeins tíu leikmenn inn á vellinum. Þá vann Roma öruggan 3-0 sigur á Shakhtar Donetsk. Síðari leikir liðanna fara fram eftir viku. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti