Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Tobba Marínósdóttir skrifar 11. mars 2021 14:01 Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. Jón er mjög umdeildur fyrir störf sín, sérstaklega í kynferðisbrotamálum, og hafa sératkvæði hans vakið mikla reiði meðal fólks þar sem hann talar gjarnan fyrir mildun dóma yfir kynferðisbrotamönnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur bent á að Jóni sé ekki falið að skoða kynferðisbrot sérstaklega, heldur umbætur á réttarkerfinu með áherslu á efnahagsbrot. Hann reyndar kannast ekki við það sjálfur að eiga að einbeita sér að efnahagsbrotum. Jón á sum sé að koma með tillögur að úrbótum á réttarvörslukerfinu sem mörgum – og sér í lagi mörgum þolendum kynferðisofbeldis – finnst hann sjálfur hafa grafið undan með sératkvæði sínum. En málið snýst ekki um kynferðisbrot heldur dómgreind mannsins sem um ræðir. Fyrir rúmum 11 árum varð ég fyrir kynferðisofbeldi. Gerandinn var Bandaríkjamaður og hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Ég safnaði saman öllum mínum andlega styrk og með hjálp míns góða fólks stóð ég með sjálfri mér og kærði manninn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo síðar, þegar honum var sleppt úr því, í farbann. 8 dögum fyrir dómsuppkvaðningu Þegar 8 dagar voru í að dómur yrði kveðin upp hafði manninum verið haldið nauðugum hérlendis í 66 daga. Farbannið yfir honum átti að vara í 11 daga í viðbót við þessa 66 – það er að segja í þrjá daga fram yfir dómsuppkvaðningu. Það er enginn framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og því var ljóst að ef farbanninu yrði aflétt myndi viðkomandi aldrei sitja af sér dóminn. Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Tekið skal fram að Jón Steinar hafði enga aðra aðkomu að málinu og var ekki dómari í aðalmeðferð málsins sem átti að ljúka þremur dögum síðar. Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum þar sem hann segir að ekki sjái hann að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að sakborningur hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir. Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu. Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu. Almennt virðist enginn í kerfinu vita hvort erlendir ríkisborgarar sem eru dæmdir fyrir glæp hérlendis – en eru ekki á landinu og engin von er um framsal – þurfi að nokkru leyti að gangast við dómnum, svo sem með skráningu á afbrotinu á sakaskrá. Því gat þessi dæmdi kynferðisafbrotamaður haldið aftur til starfa sinna í bandaríska hernum. Áfram gakk. Dómurinn þyngdur ferfalt Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyrameginn korteri fyrir dómsuppkvaðningu. Gerandinn ákvað að áfrýja málinu engu að síður, hann hafði næg fjárráð og vissu um að hann þyrfti hvort eð er ekki að sitja af sér. Málið endaði þó á þann veg að dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána. Hver var þá eiginlega tilgangurinn með öllu þessu ef ekki mátti halda manninum í átta daga lengur til þess að hægt væri að kveða upp dóm? Vissulega hefði hann samt getað áfrýjað en það hefði mátt taka afstöðu til frekara farbanns og framvindu málsins þá. Þeir þrír héraðsdómarar og fimm hæstaréttardómarar sem að málinu komu í aðalmeðferðum þess sáu hvers lags var og dæmdu manninn sekann. Jón Steinar náði þó í gegnum farbannsúrskurð að klippa á réttarkerfið og tryggja það að maðurinn þurfti aldrei að axla ábyrgð. Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara. Undarlegt afl Dómgreindarbrestur dómsmálaráðherra í þessu máli er einnig undarlegur í meira lagi. Ekki síst þegar horft er til þess að Jón Steinar var fljótur að henda henni fyrir vagninn þegar fréttir fóru að berast af ráðningunni og spurningar vöknuðu um umfang verkefnis hans. Í máttlausum tilraunum sínum til að klóra í bakkann hefur Áslaug Arna gefið það út að ráðningarsamningur Jóns snúist ekki beint um kynferðisbrotamál – þvert á móti sé lögð áhersla á efnahagsbrotamál. Það kemur ekki fram í samningi dómsmálaráðuneytisins við Jón Steinar, né kannast Jón sjálfur við það. Í viðtali á Bylgjunni í gær sagðist Jón Steinar ekkert kannast við það að hann ætti að huga að efnahagsbrotum frekar en öðrum málaflokkum. Með því að velja svo umdeildan mann til starfa fer öll athygli á manninn ekki málefnið og verða tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli. Nú er rétti tíminn til að staldra við og læra af mistökunum. Það er afskaplega takmörkuð eftirspurn eftir þessum manni í þetta starf. Þegar hann var spurður út í hugmyndir sínar um styttingu meðferðar mála í kerfinu talaði hann meðal annars um að kaupa nýja ljósritunarvél. Honum finnst þetta kannski allt eitthvað grín. Mér finnst það ekki. Höfundur er ritstjóri DV. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dómstólar Kynferðisofbeldi Þorbjörg Marinósdóttir Mest lesið 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Sjá meira
Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. Jón er mjög umdeildur fyrir störf sín, sérstaklega í kynferðisbrotamálum, og hafa sératkvæði hans vakið mikla reiði meðal fólks þar sem hann talar gjarnan fyrir mildun dóma yfir kynferðisbrotamönnum. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur bent á að Jóni sé ekki falið að skoða kynferðisbrot sérstaklega, heldur umbætur á réttarkerfinu með áherslu á efnahagsbrot. Hann reyndar kannast ekki við það sjálfur að eiga að einbeita sér að efnahagsbrotum. Jón á sum sé að koma með tillögur að úrbótum á réttarvörslukerfinu sem mörgum – og sér í lagi mörgum þolendum kynferðisofbeldis – finnst hann sjálfur hafa grafið undan með sératkvæði sínum. En málið snýst ekki um kynferðisbrot heldur dómgreind mannsins sem um ræðir. Fyrir rúmum 11 árum varð ég fyrir kynferðisofbeldi. Gerandinn var Bandaríkjamaður og hefði átt að fara úr landi innan við sólarhring eftir að hann var handtekinn. Ég safnaði saman öllum mínum andlega styrk og með hjálp míns góða fólks stóð ég með sjálfri mér og kærði manninn. Hann var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald og svo síðar, þegar honum var sleppt úr því, í farbann. 8 dögum fyrir dómsuppkvaðningu Þegar 8 dagar voru í að dómur yrði kveðin upp hafði manninum verið haldið nauðugum hérlendis í 66 daga. Farbannið yfir honum átti að vara í 11 daga í viðbót við þessa 66 – það er að segja í þrjá daga fram yfir dómsuppkvaðningu. Það er enginn framsalssamningur milli Íslands og Bandaríkjanna og því var ljóst að ef farbanninu yrði aflétt myndi viðkomandi aldrei sitja af sér dóminn. Þrír dagar voru í áætluð málslok þegar gerandinn kærði farbannið. Jón Steinar Gunnlaugsson, þáverandi hæstaréttardómari, fær málið á borð til sín en aðrir dómarar voru Ólafur Börkur Þorvaldsson og Viðar Már Matthíasson. Tekið skal fram að Jón Steinar hafði enga aðra aðkomu að málinu og var ekki dómari í aðalmeðferð málsins sem átti að ljúka þremur dögum síðar. Jón Steinar hnoðar þá saman í eitt af sínum frægu sératkvæðum þar sem hann segir að ekki sjái hann að rökstuddur grunur sé fyrir hendi að sakborningur hafi gerst sekur um þá háttsemi sem um ræðir. Jón Steinar og Ólafur Börkur (í óþökk Viðars) fella því farbannið úr gildi. Ólafur Börkur hafði þá áður með sératkvæði reynt að fá farbannið fellt úr gildi en hafði ekki erindi sem erfiði fyrr en Jón Steinar var fenginn að borðinu. Ofbeldismaðurinn er þarna orðinn þreyttur á því að hanga á einu dýrasta hóteli landsins og í líkamsræktarstöð á víxl og er fljótur að láta sig hverfa, enda aðeins þrír dagar í að aðalmeðferð ljúki og átta dagar í dómsuppkvaðningu. Átta dögum seinna er hann sakfelldur – en er þá á bak og burt og engin von um að fá hann framseldan. Eftir því sem ég kemst næst er einnig mjög ólíklegt að nokkuð um dóminn muni birtast á sakaskrá mannsins, sem er háttsettur í bandaríska hernum, en ég hef þó ekki getað fengið skýr svör þess efnis frá utanríkisráðuneytinu né bandaríska sendiráðinu. Almennt virðist enginn í kerfinu vita hvort erlendir ríkisborgarar sem eru dæmdir fyrir glæp hérlendis – en eru ekki á landinu og engin von er um framsal – þurfi að nokkru leyti að gangast við dómnum, svo sem með skráningu á afbrotinu á sakaskrá. Því gat þessi dæmdi kynferðisafbrotamaður haldið aftur til starfa sinna í bandaríska hernum. Áfram gakk. Dómurinn þyngdur ferfalt Ég er ekki að vekja athygli á þessu máli í biturð eða reiði heldur til þess að benda á að kerfið okkar sannarlega virkaði þarna framan af – alveg þangað til að Jón ákvað að kippa því úr sambandi með því að bjóða manninum út bakdyrameginn korteri fyrir dómsuppkvaðningu. Gerandinn ákvað að áfrýja málinu engu að síður, hann hafði næg fjárráð og vissu um að hann þyrfti hvort eð er ekki að sitja af sér. Málið endaði þó á þann veg að dómurinn var fjórfaldaður og hann dæmdur í tveggja ára fangelsi. Sem hann hefur aldrei þurft að afplána. Hver var þá eiginlega tilgangurinn með öllu þessu ef ekki mátti halda manninum í átta daga lengur til þess að hægt væri að kveða upp dóm? Vissulega hefði hann samt getað áfrýjað en það hefði mátt taka afstöðu til frekara farbanns og framvindu málsins þá. Þeir þrír héraðsdómarar og fimm hæstaréttardómarar sem að málinu komu í aðalmeðferðum þess sáu hvers lags var og dæmdu manninn sekann. Jón Steinar náði þó í gegnum farbannsúrskurð að klippa á réttarkerfið og tryggja það að maðurinn þurfti aldrei að axla ábyrgð. Þetta er ekki fyrsta né síðasta dæmið um vinnubrögð Jóns Steinars og af hverju hann er ekki undir neinum kringumstæðum maðurinn sem ætti að kalla til til þess að lagfæra réttarkerfið. Hann hefur ítrekað sýnt dómgreindarbrest sem er engum sæmandi, hvorki lögfræðingi né fyrrum hæstaréttardómara. Undarlegt afl Dómgreindarbrestur dómsmálaráðherra í þessu máli er einnig undarlegur í meira lagi. Ekki síst þegar horft er til þess að Jón Steinar var fljótur að henda henni fyrir vagninn þegar fréttir fóru að berast af ráðningunni og spurningar vöknuðu um umfang verkefnis hans. Í máttlausum tilraunum sínum til að klóra í bakkann hefur Áslaug Arna gefið það út að ráðningarsamningur Jóns snúist ekki beint um kynferðisbrotamál – þvert á móti sé lögð áhersla á efnahagsbrotamál. Það kemur ekki fram í samningi dómsmálaráðuneytisins við Jón Steinar, né kannast Jón sjálfur við það. Í viðtali á Bylgjunni í gær sagðist Jón Steinar ekkert kannast við það að hann ætti að huga að efnahagsbrotum frekar en öðrum málaflokkum. Með því að velja svo umdeildan mann til starfa fer öll athygli á manninn ekki málefnið og verða tillögur hans aldrei annað en harðlega gagnrýndar. Ég get ekki annað séð en að Jóni Steinari hafi verið falið þetta starf í stórkostlegri meðvirkni með einhverju afar undarlegu afli. Nú er rétti tíminn til að staldra við og læra af mistökunum. Það er afskaplega takmörkuð eftirspurn eftir þessum manni í þetta starf. Þegar hann var spurður út í hugmyndir sínar um styttingu meðferðar mála í kerfinu talaði hann meðal annars um að kaupa nýja ljósritunarvél. Honum finnst þetta kannski allt eitthvað grín. Mér finnst það ekki. Höfundur er ritstjóri DV.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar