Ekki verið vart við neinn öryggisbrest hjá ráðuneytum Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 16:29 Stjórnarráðið hefur lagt aukna áherslu á netöryggismál á síðustu árum. Vísir/hanna Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin. Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru. Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira
Mikið hefur verið fjallað um öryggisbrestinn frá því að upplýst var um það í byrjun mars að óprúttnir aðilar, meðal annars með meint tengsl við kínversk yfirvöld, hafi nýtt fjóra óþekkta veikleika í Exchange hugbúnaði Microsoft til að brjótast inn í tölvukerfi minnst 30 þúsund bandarískra fyrirtækja og stofnana frá því í janúar. Þá hafa fregnir borist af því að tölvuþrjótar keppist nú við nýta sér seinfærni þeirra sem hafi ekki enn uppfært hugbúnað sinn og með því lokað öryggisholunum. Þá var greint frá því í gær að tölvuþrjótar hafi nýtt sér áðurnefnda veikleika til að brjótast inn í tölvukerfi norska þingsins og stela þaðan gögnum. Ekki haft áhrif á Stjórnarráðið Viktor Jens Vigfússon, framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins, segir að Microsoft hafi tilkynnt öryggisbrestinn þann 3. mars síðastliðinn og Umbra hafi samdægurs uppfært í nýjustu útgáfu hugbúnaðarins líkt og mælt hafi verið með. „Í rauninni hafði þetta engin áhrif á okkur eða þau kerfi sem eru í umsjón hjá okkur, það var ekki vart við neinn öryggisbrest eða neitt atvik sem kom upp,“ segir Viktor. Hann bætir við að þegar fregnir berist af slíkum öryggisgalla fari í gang visst ferli þar sem upplýsingaöryggisstjóri Umbru vinni eftir vottuðu gæðakerfi. „Það er farið yfir allar skráningar í okkar kerfum og það er raunar óháð slíkum atvikum alltaf eftirlit með því hvort það sé einhver óeðlileg umferð eða annað slíkt. En auðvitað þegar svona kemur upp þá er sérstaklega skoðað hvort einhver öryggisbrestur hafi átt sér stað og það var farið yfir það í þessu tilviki.“ Þeirri athugun sé nú lokið og enginn grunur um að eitthvað athugavert hafi átt sér stað. Sett meiri kraft í netöryggismál Vignir segir að aukin áhersla hafi verið lögð á netöryggismál hjá Umbru á síðastliðnum árum samhliða því að netárásir hafa færst í aukanna á heimsvísu. „Við erum alltaf með þessi mál efst á baugi hjá okkur og leggjum mikla áherslu á varnir. Við fylgjumst með þessari þróun og erum bæði stöðugt að yfirfara þau varnarkerfi sem við erum með og bæta í eftir þörfum. Þetta er alltaf mjög ofarlega á dagskrá hjá okkur og auðvitað eru mjög viðkvæm og mikilvæg gögn í okkar kerfum sem við þurfum að verja.“ Þá hafi Umbra sömuleiðis aukið samstarf sitt við Netöryggissveitina CERT-ÍS en hún var nýlega efld til að bregðast við auknum fjölda netárása á einstaklinga, fyrirtæki og stofnanir. Að sögn Vignis hafa ekki komið upp nein alvarleg netöryggisatvik hjá Stjórnarráðinu á síðustu árum og ekki vitað til þess að aðilum hafi tekist að brjótast inn í tölvukerfi í umsjón Umbru.
Netöryggi Stjórnsýsla Microsoft Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Sjá meira