Þrjú þyrluútköll á einum degi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. mars 2021 07:06 Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var meðal annars kölluð út vegna veikinda á Blönduósi. Landhelgisgæslan Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út þrisvar sinnum í gær og áhöfnin á varðskipinu Þór einu sinni. Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ. Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fyrsta útkall áhafnarinnar á TF-EIR var á áttunda tímanum í gærmorgun en það var vegna sjómanns sem hafði slasast um borð í fiskiskipi sem var statt suður af Krísuvíkurbjargi. Þyrla Gæslunnar sótti manninn og flutti á Landspítalann í Fossvogi að því er fram kemur í færslu á Facebook-síðu Landhelgisgæslunnar sem birtist seint í gærkvöldi. Þegar þyrlan var nýlent í Fossvogi með slasaða sjómanninn var aftur óskað eftir aðstoð þyrlu Gæslunnar, nú vegna veikinda á Blönduósi. Voru aðstæður í fluginu norður krefjandi enda veðrið slæmt og lítið skyggni. Þyrlan lenti á flugvellinum á Blönduósi og var sjúklingnum komið undir læknishendur í Reykjavík. Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfnin á varðskipinu Þór og varðstjórar í stjórnstöð hafa haft í nógu að snúast í dag...Posted by Landhelgisgæsla Íslands/Icelandic Coast Guard on Thursday, March 11, 2021 Það var síðan á þriðja tímanum í gær sem áhöfnin á varðskipinu Þór var kölluð út vegna Breiðfjarðarferjunnar Baldurs sem varð vélarvana á Breiðafirði. Jafnframt var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar á Stykkishólm ef á þyrfti að halda. Þá bauðst þyrlusveitin til þess að koma farþegum Baldurs í land undir kvöld eftir að taug hafði verið komið á milli ferjunnar og rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar en farþegarnir, sem eru tuttugu talsins, ákváðu að halda kyrru fyrir í ferjunni að því er segir í færslu Gæslunnar. Farþegarnir hafa því dvalið í Baldri í nótt en mbl.is greindi reyndar frá því í gærkvöldi að ekki hefði boðum verið komið til allra farþeganna um að þeim byðist að fara í land með þyrlu Gæslunnar. Baldur er enn í togi Árna Friðrikssonar samkvæmt vefsíðu Marine Traffic. Þá er varðskipið Þór einnig með í för. Fram kom í tilkynningu Gæslunnar í gærkvöldi að dráttarbátur Faxaflóahafna myndi taka Baldur í tog til hafnar í Stykkishólmi þegar aðstæður leyfa en bæði Árni Friðriksson og Þór eru of stór til að komast inn til hafnar þar í bæ.
Landhelgisgæslan Samgöngur Stykkishólmur Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira