Sergio Ramos: Ef Messi kemur til Real þá getur hann búið hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. mars 2021 09:00 Lionel Messi og Sergio Ramos hafa hafa marga hildi háð í gegnum tíðina og eru nú fyrirliðar Barcelona og Real Madrid. EPA-EFE/ALEJANDRO GARCIA Það munu eflaust nokkur félög bjóða Lionel Messi gull og græna skóga þegar hann rennur út á samningi hjá Barcelona í sumar. Lionel Messi fékk óvænt tilboð í gær. Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos. Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira
Það eru ekki margir leikmenn sem fara á milli Barcelona og Real Madrid og eins og Luis Figo fékk að reyna á sínum tíma þá er það ekkert grín. Það býst því enginn við því að Real Madrid verði eitt af félögunum sem hafi samband við Messi og bjóði honum samning. Það er samt ekki útilokað ef marka má orð eins manns. Sergio Ramos has offered Messi a place to live if he leaves Barcelona for Real Madrid pic.twitter.com/SvMBhQ5KhK— ESPN FC (@ESPNFC) March 12, 2021 Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, vill endilega fá Messi til Real Madrid í sumar og hann er líka tilbúinn að gera sitt til að miðla málum. Sergio Ramos bauð nefnilega Lionel Messi gistingu hjá sér á meðan hann væri að finna sér nýtt hús í Madrid. Ramos var í viðtali í þættinum „Charlando Tranquilamente“ þegar hann spurður út í það hvort hann vildi fá Messi til Real Madrid. „Auðvitað, hundrað prósent,“ svaraði Sergio Ramos án þess að hika. „Hann gæti gist hjá mér fyrstu vikuna eða svo. Hann gæti þá komið sér fyrir og náð fótfestu. Ég væri meira en klár í að gera það fyrir hann,“ sagði Ramos. „Við stuðningsmenn Madrid höfum þurft að þola bestu ár Leo og það væri frábært að þurfa ekki að mæta honum. Það myndi auðvitað hjálpa okkur að vinna og ná betri árangri að hafa hann með okkur í liði. Það væri heimska að loka á slíkt,“ sagði Ramos. Lionel Messi really hasn't made it easy for Sergio Ramos over the years... This 13 MINUTE video shows Messi tormenting the Real Madrid skipper over, over and over again Only the GOAT could do this to one of the best defenders ever https://t.co/0F3NVNNBw0— SPORTbible (@sportbible) March 10, 2021 Samningur Ramos er líka að renna út í sumar en hann sjálfur væri ekki tilbúinn að semja við Barcelona. „Það kæmi alls ekki til greina. Mér líkar samt við [nýja forsetann Joan] Laporta. Ég hef hitt hann og kann vel við hann,“ sagði Ramos. „Það gildir það sama hér að við munum aldrei sjá Xavi, [Carles] Puyol eða Messi semja við Madrid. Það eru líka fullt af okkur sem myndu aldrei spila fyrir Barca. Það er sumt sem ekki er hægt að kaupa með peningum,“ sagði Ramos.
Spænski boltinn Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu Sjá meira