Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun hafði áhrif á rekstur OR í fyrra Eiður Þór Árnason skrifar 12. mars 2021 12:35 Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár. vísir/vilhelm Tekjur Orkuveitu Reykjavíkur (OR) námu 48,6 milljörðum króna á síðasta ári og jukust frá árinu 2020 þegar þær voru 46,6 milljarðar króna. Hagnaður af rekstri samstæðunnar á árinu 2020 var 5,6 milljarðar króna og dróst saman úr 6,9 milljörðum á fyrra ári. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna. Reykjavík Orkumál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi OR samstæðunnar. Heildarafkoma samstæðunnar sem samanstendur af móðurfélaginu, Veitum, Orku náttúrunnar, Gagnaveitu Reykjavíkur og Carbfix dróst hins vegar saman um 61,7% milli ára og var 8,8 milljarðar króna í fyrra samanborið við 23 milljarða árið 2019. Samkvæmt efnahagsreikningi námu eignir samstæðunnar 394,1 milljarði króna í árslok og voru 369,8 milljarðar árið 2019. Eigið fé nam 188,1 milljörðum króna í árslok en 182,3 milljörðum undir lok ársins 2019 og er eiginfjárhlutfall samstæðunnar nú 47,7% samanborið við 49,3%. Fáheyrð aukning á hitavatnsnotkun Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að köld tíð og fjölgun húsa sem tengd eru hitaveitu hafi ollið um 10% vexti heitavatnsnotkunar milli áranna 2019 og 2020 sem sé fáheyrð aukning á einu ári. Framlegð rekstursins (EBITDA) og rekstrarhagnaður (EBIT) voru meiri á árinu 2020 en 2019 en heildarniðurstaða ársins var jákvæð um ríflega 5,6 milljarða króna samanborið við 6,9 milljarða árið áður. „Fjárhagsleg og menningarleg endurskipulagning samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur undanfarinn áratug hefur skilað okkur því að nú getum við lagt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að viðspyrnu gegn kórónuveirunni og áhrifum hennar á samfélagið. Reksturinn er traustur, afkoma fyrirsjáanleg og við höfum getað lækkað gjaldskrár vatnsveitu og rafveitu umtalsvert síðustu ár. Gjöld fyrir hitaveitu og fráveitu hafa nánast fylgt verðlagi á sama tíma,“ segir Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, í tilkynningu. Dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna Stjórn OR hyggst gera tillögu um fjögurra milljarða króna arðgreiðslu í ár og hafa neyðarlán eigenda sem eru Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð til OR vegna hrunsins verið greidd að fullu. „Það skiptir líka máli, nú þegar ríki og sveitarfélög eru að glíma við samdrátt vegna kórónuveirunnar, að verulega hefur dregið úr ábyrgðum sveitarfélaganna sem eiga Orkuveituna á lánum hennar. Síðasta áratuginn hefur hlutfall lána með slíkum ábyrgðum minnkað úr rúmum 90% í 46%. Við stefnum að því að hætta alveg lántöku með ábyrgðum eigenda. Þá hefur OR nú greitt að fullu neyðarlán sem eigendur veittu fyrirtækinu árið 2011 að fjárhæð 12 milljarðar króna. Skattaspor samstæðunnar fyrir síðasta ár hefur verið reiknað. Það nam 8,8 milljörðum króna. Við erum stolt af rekstri sem skilar slíkum fjárhæðum til samfélagsins.,“ er haft eftir Bjarna.
Reykjavík Orkumál Mest lesið Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent „Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Neytendur Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira