Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 17:34 Harry og Meghan sjást hér í viðtalinu við Opruh en það var sýnt á CBS sjónvarpsstöðinni í vikunni. Getty/Harpo Productions/Joe Pugliese Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Í viðtalinu lýsti Meghan því einnig að hún hafi glímt við sjálfsvígshugsanir á tímabili og að þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir hafi henni ekki verið hjálpað af starfsmönnum hallarinnar. Viðtalið er umtalað og hafa margir lýst yfir stuðningi við hjónin og gagnrýnt bresku konungsfjölskylduna og höllina. Viðtalið virðist þó hafa fallið í grýttari jarðveg meðal Breta samkvæmt nýrri könnun. Þar kemur fram að 48 prósent þátttakenda líti prinsinn neikvæðum augum. Til samanburðar hefur viðhorf almennings til Elísabetar drottningar, eða um 80 prósent, og hertogans og hertogaynjunnar af Cambridge ekki breyst frá síðustu könnun sem var gerð, en viðhorf til þeirra er fremur jákvæðara en til Harry og Meghan. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri líta Harry neikvæðum augum en jákvæðum samkvæmt tölum frá YouGov og hefur stuðningur við hann fallið um 15 stig frá því í byrjun mars. 58 prósent þátttakenda í könnuninni svöruðu því að þeir litu Meghan neikvæðum augum. Það er þrettán stigum meira en fyrir tíu dögum síðan. Könnunin virðist þó benda til þess að skoðanir fólks séu mismunandi á milli aldurshópa. 55 prósent 18-24 ára sögðust líta hertogaynjuna af Sussex jákvæðum augum, en aðeins 32 prósent neikvæðum. Sama á við um Harry, 59 prósent í sama aldurshópi líta hann jákvæðum augum en 28 prósent neikvæðum. Fólk yfir 65 ára aldri virðist ekki jafn jákvætt í garð hjónanna. Lang flest þeirra líta hjónin neikvæðum augum, 69 prósent líta Harry neikvæðum augum og 83 prósent líta Meghan neikvæðum augum.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09 Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07
Fjöldi starfsmanna Good Morning Britain kvartaði vegna ummæla Morgans Tugir starfsmanna sjónvarpsþáttarins Good Morning Britain, sem er á dagskrá ITV á morgnana, kvörtuðu til stjórnenda sjónvarpsstöðvarinnar vegna ummæla sem Piers Morgan lét falla um Meghan Markle, hertogaynjuna af Sussex, í þættinum á mánudaginn. 11. mars 2021 09:09
Sendi sjálf inn formlega kvörtun vegna ummæla Piers Morgan Meghan Markle, hertogaynja af Sussex, var sjálf í hópi þeirra sem sendu inn kvörtun vegna ummæla fjölmiðlamannsins Piers Morgan á ITV um geðheilsu hennar. 10. mars 2021 14:31