Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:33 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Sjá meira
Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30