Fjölskylda Floyd fær 27 milljónir dollara frá Minneapolis í miskabætur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 20:33 Fjöldi fólks hefur minnst George Floyd á staðnum þar sem hann var myrtur. Vísir/Getty Fjölskylda George Floyd hefur samið við Minneapolis borg um að láta kæru sína á hendur borginni niður falla gegn 27 milljóna dollara, eða um 3.484 milljóna íslenskra króna, miskabótum. Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra. Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Dauði Floyd, óvopnaðs blökkumanns, varð kveikjan að mikilli mótmælaöldu gegn kerfislægri kynþáttahyggju og lögregluofbeldi sem gekk yfir Bandaríkin og barst víða um lönd í fyrra. Floyd lést þegar lögreglumaður hélt hné sínu á hálsi hans í um níu mínútur þrátt fyrir að Floyd reyndi ítrekað að segja að hann „næði ekki andanum.“ Borgarstjórn Minneapolis samþykkti einhljóða kröfu fjölskyldu Floyd um bæturnar og greindi talskona borgarinnar frá því í dag að borgarstjórinn muni sjálfur staðfesta málamiðlunina. Um er að ræða eina stærstu sáttagreiðslu sem samið hefur verið um í máli sem varðar misbeitingu lögreglu á valdi sínu. Tilkynnt var um sættirnar nú í kvöld, eða um miðjan dag í Minneapolis, en á sama tíma sat Derek Chauvin, hvítur fyrrverandi lögreglumaður sem kraup á hálsi Floyds, í dómssal þar sem verið var að velja kviðdómendur fyrir málaferli hans. Chauvin hefur verið ákærður fyrir morð af annarri gráðu, morð af þriðju gráðu og manndráp af annarri gráðu vegna dauða Floyds. Fjölskylda Floyds stefndi Minneapolis borg í júlí fyrir einkamáladómstól og sagði að lögregla borgarinnar hafi brotið á réttindum Floyds og vanrækt skyldu sína til að þjálfa lögreglumenn í notkun skotvopna. Þá hafi borgin gerst sek um að reka ekki þá starfsmenn sem brytu starfsreglur. „Þessi sætti eru nauðsynlegt skref fyrir okkur öll til þess að fá einhvers konar sálarró,“ sagði Rodney Floyd, bróðir George Floyd, í yfirlýsingu í dag. „Arfleifð Georgs verður alltaf viðhorf hans um að hlutirnir verði betri og við vonumst til þess að þessi sætti leiði til þess – að þau geri hlutina aðeins betri í Minneapolis og verði leiðarljós samfélaga um allt land.“ Sáttagreiðslan er ekki sú fyrsta sem borgir hafa samið um við fjölskyldur fórnarlamba sem hafa dáið af völdum lögregluofbeldis. Til að mynda samdi Louisville borg við fjölskyldu Breonna Taylor um 12 milljóna dollara sáttagreiðslu í september síðastliðnum en Taylor, svört konar, lést eftir að lögreglumenn skutu hana margoft í íbúð hennar í mars í fyrra.
Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41 Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25 Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Sjá meira
Bæta við ákæru á hendur lögreglumanninum vegna dauða Floyd Dómari í Minneapolis samþykkti að bæta við ákæru á hendur Derek Chauvin, lögreglumanni, sem er sakaður um að hafa orðið George Floyd að bana í fyrra. Chauvin er nú einnig ákærður fyrir manndráp án ásetnings og telja sérfræðingar það auka líkurnar á að hann verði sakfelldur. 11. mars 2021 15:41
Réttarhöldin vegna dauða Floyd gætu frestast um fleiri vikur Krafa saksóknara um að bæta nýjum lið við ákæru á hendur lögreglumanninum sem er ákærður vegna dauða Georges Floyd gæti þýtt að upphaf málflutnings tefjist um fleiri vikur og jafnvel mánuði. Byrjað er að velja kviðdómendur í málinu. 9. mars 2021 10:25
Réttarhöld yfir lögreglumanninum sem drap George Floyd að hefjast Taugar eru þandar í Minneapolis í Bandaríkjunum vegna réttarhalda yfir lögreglumanni sem varð George Floyd að bana sem hefjast í þessari viku. Byrjað verður að velja kviðdómendur í málinu í dag en upphaf réttarhaldanna gæti enn frestast. 8. mars 2021 12:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent