Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2021 21:36 Ragnar Kristinsson birti í dag bréf til Lindu Pétursdóttur þar sem hann fer yfir það hvernig hann tikki í öll þau box sem Linda vill að mögulegur framtíðarkærasti uppfylli. Vísir Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar. Ástin og lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira
Linda var til viðtals hjá Loga Bergmann og Sigga Gunnars í Síðdegisþættinum á K100 í dag, þar sem hún útlistaði þessa mikilvægu kærastakosti. Þar sagði hún meðal annars að mannkosturinn yrði að vera myndarlegur, vel máli farinn, kurteis og yngri en pabbi hennar. „Af því að þetta passaði alveg fullkomlega við mig, fyrir utan hæðina, þar vantar þrjá fjóra sentímetra uppá. Þetta hlýtur að vera innan skekkjumarka. Menn geta ekki skorað níu af níu, alveg fullkomið,“ segir Ragnar í samtali við fréttastofu. „Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var bent á að þú værir að leita að kærasta og verandi sjálfur að leita að kærustu fannst mér ótækt annað en að lít á málið. Ég tel mig hafa margt til brunns að bera og væri sjálfur alls ekki á lausu ef ekki væru til staðar afar sérstakar aðstæður,“ skrifar Ragnar í bréfinu. Verður maður ekki að henda hattinum í pottinn? Sæl Linda, Ragnar Kristinsson heiti ég. Afsakaðu ónæðið, en mér var...Posted by Ragnar Kristinsson on Friday, March 12, 2021 Ragnar segir í samtali við fréttastofu að tími sé til kominn að hann fari aftur að deita. „Ég var búinn að segja við vinnufélagana að kannski þyrfti ég að fara að byrja að deita aftur og svo kom einhver með þetta fimm mínútum seinna. Svo fórum við bara að tala um þetta og þetta fór kannski pínulítið of langt,“ segir Ragnar. Eins og fram hefur komið telur Ragnar sig tikka í öll boxin hjá henni Lindu, eins og hann útlistar í bréfinu: Hávaxinn – Mig vantar að vísu 3-4 cm í 190cm, en það hlýtur að vera undir skekkjumörkum. Dökkhærður – Ekki nóg með að ég sé dökkhærður, þá er ég enn með allt hárið mitt. Myndarlegur – Vil ekki dæma sjálfur, en hef fallegt bros og brosi oft. Vel máli farinn – Jáhá! Fyrirtaks tækifærisræðumaður og alltaf látinn skrifa minningargreinar fyrir ættingja. Kurteis – Algjörlega 100%, faðir tveggja stelpna og fyrirmyndarfyrirmynd. Tríta þig vel – Algjörlega, faðir tveggja stelpna og veit að standardinn má aldrei detta niður. Heimsmaður – Á heimavelli hér. Með tvær háskólagráður (eina í húmanískum fræðum og eina í viðskiptafræðum) og meira segja aðra þeirra við erlendan háskóla. Finnst yndislegt að ferðast og er fróður maður. Veit t.d. að kaffi er gert úr baunum og víkingahjálmar voru ekki með horn. Skemmtilegur – Ég er ekki bara skemmtilegur heldur líka mjög fyndinn. Lifi fyrir það að breiða út birtu og yl hvert sem ég fer. Til hvers er lífið annars? Yngri en faðir þinn – Jamm, fæddur 1973. Á besta aldri og í formi lífs míns. Ragnar segir í samtali við Vísi að ef svo verði að Linda svari bréfinu muni hann bjóða henni út. „Ef það væri um helgi myndi ég bjóða henni í þægilegan bröns en á virkum degi væri það líklega dinner,“ segir Ragnar.
Ástin og lífið Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Fleiri fréttir Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Sjá meira