Mótmælendur minnast Breonnu Taylor ári eftir dauða hennar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. mars 2021 22:07 Taylor lést þegar vopnaðir lögreglumenn brutu sér leið inn í íbúð hennar og skutu hana til bana þar sem hún lá sofandi í rúmi sínu. Getty/Jon Cherry Í dag er eitt ár síðan Breonna Taylor, 26 ára gömul blökkukona og sjúkraliði, var skotin til bana af lögreglu á heimili sínu í Louisville í Bandaríkjunum. Fjöldi fólks kom saman í miðborg Louisville í dag til þess að minnast hennar. Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð. Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Dauði hennar olli miklu uppþoti í borginni og kom af stað mótmælum gegn lögregluofbeldi og kynþáttafordómum. Taylor var skotin til bana af lögreglumönnum sem brutu sér leið inn á heimili hennar um miðja nótt. Lögreglumennirnir voru með heimild til þess að fara inn á heimilið án þess að láta vita af sér og varð hún því ekki vör við komu þeirra. Kærasti Taylor, Kenneth Walker, skaut á og særði einn lögreglumann í aðgerðinni. Fyrr í þessum mánuði var ákæra á hendur honum um morðtilræði felld. Walker sagðist hafa haldið að um innbrotsþjófa væri að ræða. Eftir að Walker skaut á lögregluna svöruðu þeir með 32 kúlna hríð, sex þeirra hæfðu Taylor. Mótmælendur í Louisville minnast dauða Breonnu Taylor.Getty/Jon Cherry Enginn lögregluþjónanna var ákærður vegna dauða Taylor, sem var harðlega gagnrýnt og mótmæli brutust út vegna þess. Dauði Breonnu vakti litla landsathygli fyrst um sinn en varð umtalaður í kjölfar dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns sem lést eftir að lögreglumaður kraup á hálsi hans, í Minneapolis. Dauði Floyd vakti upp mótmælaöldu í Bandaríkjunum og víðar síðasta sumar. Fjölskylda Taylor höfðaði mál gegn Louisville borg og samdi borgin við fjölskylduna um að greiða 12 milljóna dala sáttagreiðslu vegna dauða hennar. Aðeins einn lögreglumannanna sem tók þátt í aðgerðinni sem leiddi til dauða Taylor var ákærður í tengslum við aðgerðina. Brett Hankison var ákærður fyrir að hafa lagt líf nágranna Taylor í hættu með því að hafa skotið af byssu sinni inn um útidyrahurðina að næstu íbúð.
Bandaríkin Dauði George Floyd Kynþáttafordómar Mest lesið Vaktin: Dómur yfir Alberti kveðinn upp í Landsrétti Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent