Bara Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 13:30 David Beckham og Tom Brady eru heimsþekktir íþróttamenn. Það munar bara tveimur árum á þeim en Beckham er löngu hættur á meðan að Brady er enn að spila. Samsett/Getty Tom Brady og David Beckham eru tveir af þekktustu íþróttamönnum sögunnar. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa nú aðsetur í blíðunni á Flórída og eru greinilega góðir vinir ef marka má nýtt myndband af þeim. Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan. NFL Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira
Tom Brady er leikmaður NFL-meistara Tampa Bay Buccaneers og David Beckham er forstjóri og einn af eigendum knattspyrnufélagsins Inter Miami CF í Bandaríkjunum. Myndband með þeim félögum fór á flug í netheimum en þar má sjá þá Brady og Beckham að leika sér saman á ströndinni í Flórída. Tom Brady er bara tveimur árum yngri en David Beckham. Hann er samt enn að bæta við stórum titlum á ferli sínum. Beckham lagði hins vegar knattspyrnuskóna á hilluna fyrir átta árum síðan. .@TomBrady and David Beckham playing catch @brgridironJust vibes(via @DaveGrutman) pic.twitter.com/RZliVmQ0O1— Bleacher Report (@BleacherReport) March 13, 2021 David Beckham vann líka ófáa titla á knattspyrnuferli sínum og náði að verða meistari í fjórum löndum eða á Englandi, á Spáni, í Bandaríkjunum og í Frakklandi. Hann vann alls nítján stóra titla á ferlinum. Eftir að knattspyrnuferlinum lauk sýndi Beckham mikinn áhuga að því að eignast lið í bandarísku MLS-deildinni og hefur unnið markvisst af því frá árinu 2014. Beckham fann sér stað fyrir félagið í Miami borg og liðið hóf að spila í MLS-deildinni í fyrra. Tom Brady og David Beckham eru greinilega ágætir félagar ef marka má glensið og gamnið í umræddu myndbandi. Veitingamaður og fjárfestirinn David Grutman er sameiginlegur vinur þeirra og myndbandið er frá honum. Það má sjá það hér fyrir ofan.
NFL Fótbolti Mest lesið Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti Mourinho rekinn frá Fenerbahce Fótbolti Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Handbolti Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Smá stress fyrir föðurhlutverkinu Graslykt truflar keppendur á Opna bandaríska Besta sætið: Fannst Craig bregðast of seint við Spurs að landa Xavi Simons Mourinho rekinn frá Fenerbahce Mainoo vill fara á láni Fall vonandi fararheill hjá strákunum: Myndaveisla frá Ísraelsleiknum Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Dagskráin: Hverjir verða mótherjar Blika í Sambandsdeildinni? Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Æxli í nýra Ólympíumeistarans Fyrsta skrefið í átt að því að leysa Isak málið Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Pólverjar unnu óvænt Slóvena þrátt fyrir stórleik Luka Sjá meira