Tveir handteknir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn sem dó Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2021 15:48 Hundruð hafa verið ákærð vegna árásarinnar á þinghúsið. Getty/Kent Nishimura Tveir menn hafa verið handteknir og ákærðir fyrir að ráðast á lögregluþjóninn Brian D. Sicknick þegar árásin á þinghús Bandaríkjanna stóð yfir þann 6. janúar. Sicknick dó á sjúkrahúsi degi síðar. Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Þeir Julian Elie Khater og George Pierra Tanios, eru meðal annars sakaðir um að hafa hafa úðað svokölluðu bjarnaspreyi framan í Sicknick. Bjarnasprey er notað til að fæla birni og virkar á svipaðan hátt og piparúði. Mennirnir, sem sagðir eru vera æskuvinir, eru ekki ákærðir fyrir að valda dauða Sicknick. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir enn og dauði hans hefur aldrei verið skilgreindur sem morð. Hann hneig niður eftir árásina og í yfirlýsingu frá lögreglunni á sínnum tíma sagði að hann hefði hlotið meiðsl í átökum við óeirðaseggi. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum að rannsakendur hafi komist að þeirri niðurstöðu að Sicknick hafi ekki dáið vegna höfuðáverka, eins og haldið hefur verið fram. Niðurstöður krufningar eða efnagreiningar hafa ekki verið gerðar opinberar. Dánarorsök Brian D. Sicknick liggur ekki fyrir.Getty/Demetrius Freeman Khater og Tanios eru einnig ákærðir fyrir að ráðast á annan lögregluþjón með hættulegu vopni og önnur brot vegna árásarinnar á þinghúsið. Samkvæmt Washington Post gætu þeir verið dæmdir í allt að tuttugu ára fangelsi. Alríkislögregla Bandaríkjanna komst á snoðir þeirra Khater og Tanios eftir að myndir af þeim voru birtar á samfélagsmiðlum. Þá bárust ábendingar frá fólki sem þekkti til þeirra. Khater er 32 ára og býr í Pennsylvaníu en Tanios er 39 ára og býr í Vestur-Virginíu. Báðir ólust upp í New Jerse og hafa þekkst í mörg ár. Þann 6. janúar brutu stuðningsmenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, sér leið inn í þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Trump tapaði. Fjórir aðrir dóu vegna árásarinnar. Þar á meðal kona sem var skotin af löggæslumanni þegar hún reyndi að brjóta sér leið inn í sal þinghússins þar sem vopnaðir menn stóðu vörð.
Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54 Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28 Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02 Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18 Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Embættismaður og Trump-liði tók þátt í árásinni á þingið Útsendarar Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI) handtóku í gær mann sem var starfaði í ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, fyrir að hafa tekið þátt í árásinni á þinghúsið þann 6. janúar. 5. mars 2021 13:54
Segir ósanngjarnt að hann sé í fangelsi Richard Barnett, sem naut fimmtán mínútna heimsfrægðar í árásinni á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, er ekki sáttur við að sitja í fangelsi. Hann missti stjórn á sér í dómsal í gær og gargaði á dómara í gegnum fjarfundarbúnað að hann ætti ekki að þurfa að sitja inni fram að réttarhöldum. 5. mars 2021 11:28
Aukin öryggisgæsla við bandaríska þinghúsið Öryggisgæsla hefur verið aukin umhverfis þinghúsið í Washington í Bandaríkjunum þar sem lögregla óttast að aftur verði reynt að ráðast inn í húsið líkt og gerðist þegar kjör Joe Bidens var formlega staðfest í byrjun janúar þar sem fimm létu lífið. 4. mars 2021 07:02
Vilja sprengja þinghúsið og drepa þingmenn Starfandi yfirmaður lögreglu Bandaríkjaþings segir öfgamenn sem komu að árásinni á þinghúsið þann 6. janúar, hafa rætt sín á milli um að sprengja þinghúsið í loft upp og drepa eins marga þingmenn og þeir gætu. Það vilji þeir gera þegar Joe Biden flytur fyrstu stefnuræðu sína til þingsins. 26. febrúar 2021 14:18
Trump hellti sér yfir McConnell: „Önug og fýld pólitísk bikkja“ Það verður ekki annað sagt en að Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hafi látið Mitch McConnell, leiðtoga Repúblikana, í öldungadeild Bandríkjaþings, heyra það í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í gærkvöldi. 17. febrúar 2021 06:55