Þegar kjarkinn til breytinga skortir Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 15. mars 2021 17:11 Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Skoðun: Kosningar 2021 Sara Dögg Svanhildardóttir Grunnskólar Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist. Það var ekkert sem þau höfðu gert rangt eða gátu gert við þessar aðstæður. Kerfið bara hrundi. Við vitum að tæknikerfið brást en við þurfum að líta upp og skoða hvort kerfið allt sé í samræmdum könnunarprófum að standa sig eitthvað betur. Er samræmt námsmat í úreltu kerfi betra en ekkert? Það eru skiptar skoðanir um fyrirlögn samræmdra könnunarpróf. Sitt sýnist hverjum um tilgang þeirra og gagnsemi. Prófin þykja streituvaldandi, ekki eingöngu gagnvart nemendum heldur skólasamfélaginu öllu. Með þeim fari fram mat á mjög afmörkuðum þáttum. Um leið sé öðrum mikilvægum þáttum menntunar ekkert vægi gefið. Þá sé notkun þess til að bera saman skóla umdeilt enda afar viðkvæmt viðfangsefni. Lítið er gert úr álaginu sem þessu fylgir á allt skólakerfið. Endurtekið hafa ungmenni verið sett í óboðlegar aðstæður, þar sem ekkert verður af prófinu þau eru látin mæta í. Þá fylgir því töluvert rask á annað skólastarf í hvert sinn sem samræmd könnunarpróf eru lögð fyrir. Þegar allar þessar skiptu skoðanir eru vegnar og metnar skyldi maður ætla að það matstæki sem fyrir valinu verður sé þannig úr garði gert að því sé treystandi. Ekki bara í inntaki heldur ekki síður í framkvæmdinni sjálfri. Gamlar fréttir af innviðum menntakerfisins Ár eftir ár gerast sömu mistökin. Ástæðan. Jú tölvukerfið er úrelt. Það er ekki ný frétt, heldur hefur það verið vitað í a.m.k. þrjú ár. En svo virðist sem menntamálaráðherra hafi ítrekað hunsað skilaboð forstjóra Menntamálastofnunar og eitthvert hökt virðist vera á talsambandi þeirra á milli. Forstjórinn hefur sent 12 minnisblöð til ráðuneytisins um vandann og reynt að fá ráðuneytið í lið með sér til að leysa hann. En ekkert hefur verið gert til að koma í veg fyrir mistökin endurtaki sig. Tækifærin í úreltu kerfi Það hefur vakið sérstaka athygli mína að heyra hvaða augum menntamálaráðherra lítur þennan endurtekinn gjörning. Að mati Lilju Alfreðsdóttur er hér um sérstakt tækifæri að ræða, til að halda àfram. Halda àfram hvert? Hvernig getur ráðherra ítrekað talað um tækifærin sem felast í úreltu kerfi? Tækifæri ráðherra til að koma í veg fyrir endurtekið klúður kom upp í hendurnar á henni fyrir þremur árum og 12 minnisblöðum síðan. Það tækifæri nýtti hún sér til að hunsa stöðuna, ár eftir ár. Er þetta eitthvert grín? Hvar er kjarkurinn til að breyta? Eins og fram hefur komið hjá forstjóra Menntamálastofnunar var ódýrasta kerfið valið til að halda utan um samræmd könnunarpróf og skýrir það að stóru leyti af hverju framlagning þess hefur ítrekað klúðrast. Er það virkilega þannig að þegar innviðir menntunar eru undir að þá leyfist að bjóða upp á það versta í stöðunni? Í mínum huga er þetta ekkert annað en virðingaleysi gagnvart nemendum og kennurum. Í stað þess að tala um “sérstakt tækifæri” væri ráðherra nær að viðurkenna að ítrekað hafa verið gerð mistök í ákvarðanatöku við skipulag og framkvæmd þessara samræmdu könnunarprófa. Niðurstaðan er staða sem er ólíðandi fyrir alla, nemendur, kennara og skólastjórnendur. Staða sem margir myndu segja að væri skandall. Þrjár misheppnaðar tilraunir til að leggja fyrir samræmd könnunarpróf með úreltu kerfi, fréttaflutningur í þrjú ár af angistarfullum ungmennum og 12 minnisblöð til ráðherra eru loksins að opna augu ráðherra fyrir mikilvægi þess að breyta kerfinu. Vonandi opnast líka augu hennar fyrir því að það er ekki nóg að kaupa bara nýtt tölvukerfi. Bæjarfulltrúi Viðreisnar í Garðabæ.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun