Að eiga í engin hús að venda Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa 16. mars 2021 08:00 Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Borgarstjórn Egill Þór Jónsson Húsnæðismál Félagsmál Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Mest lesið Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Sjá meira
Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík. Í Facebook færslu inn á hverfisgrúppu spurði netverjinn hvort það væri til einhver gististaður fyrir manninn, enda komið mikið frost og því sennilega bara tímaspursmál hvenær maðurinn yrði úti. Það var enginn skortur á viðbrögðum þar sem einstaklingar í hverfisgrúppunni lýstu yfir áhyggjum af manninum. Svo virtist sem að hið opinbera, hvorki ríki né borg, höfðu samastað fyrir manninn. Á endanum tók annar netverji hann að sér, en það fylgir ekki sögunni hversu lengi það varði. Þetta er aðeins ein lítil dæmisaga um það hvernig heimilisleysi birtist á Íslandi. Velferðarsvið Reykjavíkurborgar byrjaði árið 2009 að kortleggja fjölda og kanna hagi heimilislausra í Reykjavík. Sambærilegar úttektir voru einnig framkvæmdar á árunum 2012 og 2017. Skýrslurnar bera heitið: „Kortlagning á fjölda og högum utangarðsfólks“. Þökk sé úttektunum gátum við séð hversu staðan var orðin slæm. Fjöldi heimilislausra hafði vaxið um 95% á milli áranna 2012 og 2017 samkvæmt útgefnum skýrslum velferðarsviðs um stöðu heimilislausra. Samanlagt voru nú 349 einstaklingar skráðir af þátttakendum sem utangarðs og/eða heimilislausir, en af þeim voru 58 einstaklingar sagðir búa í langtímabúsetuúrræðum. Árið 2019 voru svo 80 manns í formlegri bið eftir búsetuúrræði en það er liggur auðvitað í augum uppi að það eru mun fleiri neyðast til að vera á vergang. Í október 2019 samþykkti Borgarstjórn stefnu í málefnum heimilislausra með miklar og flóknar þjónustuþarfir og áætlað auka útgjöld verulega í málaflokknum. Við tók heimsfaraldur nokkrum mánuðum síðar og meðfylgjandi efnahagslægð og atvinnuleysi. Það er því nauðsynlegt að velta því upp hvort staðan sé orðin enn alvarlegri núna en hún við síðustu kortlagningu árið 2017. Þess vegna er ekki seinna vænna fyrir borgina að hefja vinnu og undirbúning á nýrri kortlagningu á fjölda og högum heimilislausra. Við þurfum alltaf að vera með puttann á púlsinum í þessum málaflokk, en þá kannski sérstaklega núna. Í dag leggur Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík til að slík úttekt sé aftur framkvæmd. Sjá tillögu. Með úttektinni verði hægt að leggja mat á framvindu þeirra vinnu sem nú þegar hefur verið ráðist í af hálfu borgarinnar með það að markmiði að hægt sé að mæla árangur hennar í málaflokknum. Það verði gert til að ná betur utan um málaflokk heimilislausra og tryggja þeim sem eiga í engin hús að venda þakið sem við öll eigum rétt á. Egill Þór Jónsson er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er fyrsti varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun