Kraftar menntunar leysast úr læðingi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar 16. mars 2021 08:30 Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Kolbrún Þ. Pálsdóttir Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni. Þá veita vísindin og sérfræðingar af ólíkum fagsviðum okkur ómetanlegar upplýsingar, leiðsögn og öryggi. Engu að síður ríkir ákveðin óvissa því náttúran er í einhverjum skilningi óútreiknanleg, kraftmikil og óvænt. Sama á við um félagslegan veruleika og þau vísindi sem varpa ljósi á svið mannlegrar tilveru, til að mynda menntakerfi. Menntavísindi felast í rannsóknum á þeim öflum sem hafa áhrif á nám og þroska einstaklinga. Markmið menntarannsókna felst ekki hvað síst í að greina og skilja jarðveginn, hræringarnar og kvikuna sem einkennir og mótar menntakerfi. Slíkar rannsóknir eiga sér ekki stað í tómarúmi, heldur byggjast á ríkulegri samvinnu fræðafólks og fagfólks um land allt. Að skilja betur félagslegan veruleika Ólíkt jarðvísindum þá beinast menntavísindin að því að skilja betur mannlega hegðun, varpa ljósi á tengsl uppeldis og arfgerðar, einstaklings og samfélags og tengsl nemenda og kennara. Líkt og innan jarðvísinda þá þarf að púsla saman ólíkum upplýsingabrotum og það þarf fjölbreyttan og þverfræðilegan hóp rannsakenda til að draga upp mynd af þeim flóknu samfélagslegu og einstaklingsbundnu þáttum sem koma við sögu. Kennarar og aðrir sem starfa með börnum og ungu fólki hafa beina reynslu af því sem gerist innan og utan skólastofunnar og eru því lykilaðilar í því að skilja betur þá þætti sem styðja við árangursríkt skólastarf. Mikilvægi starfsþróunar Kennarar og starfsfólk í skóla- og frístundastarfi leiða þróun innan menntakerfisins. Þau efla þekkingu og skapa skilyrði fyrir þroska einstaklinga. Samkvæmt skilgreiningu Fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara þá er starfsþróun „… samfellt meðvitað og mótað ferli sem leiðir til umbóta og jákvæðrar þróunar. Hún er beintengd daglegu starfi kennara með nemendum og skipulögð í kringum raunveruleg viðfangsefni starfsins“. Slík starfsþróun skapar einnig jákvæð skilyrði fyrir því að fagfólk taki þátt í menntarannsóknum og að niðurstöður slíkra rannsókna verði hagnýttar á fjölbreyttan og lifandi máta. Menntamiðja, vefgátt starfsþróunar Menntavísindasvið Háskóla Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Kennarasamband Íslands, skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar og Samband íslenskra sveitarfélaga stofnuðu til Menntamiðju árið 2012 og átti Menntamiðja ríkan þátt í því að efla lærdómssamfélög kennara víða um land, meðal annars með því að skipuleggja menntabúðir þar sem fólk hittist og miðlar hugmyndum og nýjum leiðum í skólastarfi. Með nýju samkomulag sem undirritað var í byrjun mars komu fjórir nýir aðilar til samstarfs um Menntamiðju, það eru Háskólinn á Akureyri, Háskólinn í Reykjavík, Listaháskóli Íslands og Menntamálastofnun. Við sama tækifæri opnaði Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta – og menningarmálaráðherra, nýja vefgátt Menntamiðju https://menntamidja.is/. Menntamiðja leiðir saman krafta fræðasamfélags og vettvangs og mun hýsa upplýsingar um formlega og óformlega starfsþróun fyrir fagfólk í menntakerfinu. Á vef Menntamiðju verður m.a. að finna greinargott yfirlit yfir útgáfu og hlaðvörpsem geta nýst starfsfólki og yfirlit yfir viðburði og styrktarsjóði. Menntamiðja verður enn fremur vettvangur til miðlunar á rannsóknum sem eiga erindi við menntakerfið og fyrir samstarf um þróunarstarf, nýsköpun og nýliðun kennara og annars starfsfólks. Ég óska íslensku skólasamfélagi til hamingju með Menntamiðju og hvet áhugasama að heimsækja síðuna. Hún ber vott um kraftinn sem býr í íslensku menntakerfi. Höfundur er forseti Menntavísindasviðs Háskóla Íslands.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun