Burðardýrið játaði en meintir skipuleggjendur neita Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. mars 2021 10:14 Efnin fundust í fórum kvennanna við komu þeirra til landsins í desember. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð fer fram í dag í máli tveggja Spánverja, karls og konu á fertugsaldri, sem ákærð eru fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot. Þeim er gefið að sök að hafa þann 19. desember síðastliðinn staðið að innflutningi á tæplega fimm kílóum af hassi, um 5100 E-töflum og eitt hundrað stykkjum af LSD. Konan er sögð hafa flutt efnin sem farþegi með flugi frá Amsterdam í Hollandi, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi Icelandair til Keflavíkur. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa skipulagt komu hennar með því að bóka flugið og greiða fyrir farmiðann. Önnur kona, þriðji Spánverjinn, var einnig ákærð í málinu fyrir innflutning í málinu en um 250 grömm af metamfetamíni fundust innvortis og í dömubindum í nærfatnaði hennar. Karlmaðurinn skipulagði sömuleiðis ferð hennar, bókaði flug og greiddi fyrir farmiða. Konan játaði brot sitt við þingfestingu og var hennar mál því aðskilið hinum tveimur. Var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brot sitt. Hin tvö neita sök og er aðalmeðferð í máli þeirra í gangi þessa stundina í Héraðsdómi Reykjaness. Þau eru sömuleiðis sökuð um að hafa staðið að innflutningnum sem hin konan játaði. Karlmaðurinn er sagður hafa pakkað fíkniefnunum inn og fylgt henni í flugið. Gerð er krafa um upptöku allra fíkniefnanna. Reikna má með dómi í málinu innan fjögurra vikna. Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Dómsmál Smygl Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Konan er sögð hafa flutt efnin sem farþegi með flugi frá Amsterdam í Hollandi, með millilendingu í Stokkhólmi í Svíþjóð, og þaðan með flugi Icelandair til Keflavíkur. Efnin fundust í ferðatösku sem hún hafði meðferðis við komuna til Íslands. Karlmaðurinn er sakaður um að hafa skipulagt komu hennar með því að bóka flugið og greiða fyrir farmiðann. Önnur kona, þriðji Spánverjinn, var einnig ákærð í málinu fyrir innflutning í málinu en um 250 grömm af metamfetamíni fundust innvortis og í dömubindum í nærfatnaði hennar. Karlmaðurinn skipulagði sömuleiðis ferð hennar, bókaði flug og greiddi fyrir farmiða. Konan játaði brot sitt við þingfestingu og var hennar mál því aðskilið hinum tveimur. Var hún dæmd í sex mánaða fangelsi fyrir brot sitt. Hin tvö neita sök og er aðalmeðferð í máli þeirra í gangi þessa stundina í Héraðsdómi Reykjaness. Þau eru sömuleiðis sökuð um að hafa staðið að innflutningnum sem hin konan játaði. Karlmaðurinn er sagður hafa pakkað fíkniefnunum inn og fylgt henni í flugið. Gerð er krafa um upptöku allra fíkniefnanna. Reikna má með dómi í málinu innan fjögurra vikna.
Keflavíkurflugvöllur Tollgæslan Dómsmál Smygl Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira