Jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:30 Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Sjá meira
Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar