Jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 16. mars 2021 10:30 Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Jafnréttismál Vinstri græn Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð. Nú styttist í að fram komi síðasta fjármálaáætlun kjörtímabilsins og í síðustu viku var kynnt stöðuskýrsla ríkisstjórnarinnar þar sem kynjasjónarmið á flestum þeim málefnasviðum sem fjármálaáætlun tekur til hafa verið kortlögð. Sú mynd sem dregin er fram í skýrslunni sýnir fram á að staða kynjanna er enn ójöfn á ýmsum sviðum hins opinbera. Hún sýnir einnig fram á muninn á heilsu kynjanna. Þannig lifa konur yfirleitt lengur en karlar en eru líklegri til að lifa við heilsubrest í daglegu lífi. Slík skýrsla hefur verið tekin saman með reglulegu millibili og hún veitir okkur mikilvæga áminningu um að enn er verk að vinna. Jafna þarf hlut kynjanna á hinum ýmsu sviðum. Það er því sérstakt fagnaðarefni að ríkisstjórnin hafi samþykkt að ráðherrar beiti sér fyrir því að niðurstöður skýrslunnar verði nýttar við stefnumótun. Þannig verði tekið tillit til kynja- og jafnréttissjónarmiða við ákvarðanatöku. Jafnréttismál voru færð undir forsætisráðuneytið í byrjun árs 2019. Ég tel að það hafi verði heillaskref. Þannig hefur þessum málaflokki, sem er samofinn öllu okkar samfélagi, verið gert hátt undir höfði. Stór skref hafa jafnframt verið stigin í jafnréttismálum á kjörtímabilinu. Til dæmis með nýrri löggjöf um þungunarrof þar sem sjálfsákvörðunarréttur kvenna yfir eigin líkama var lögfestur. Þá er einnig hægt að nefna fæðingarorlofið, sem hefur verið lengt úr níu mánuðum í tólf á tímabilinu, undir forystu Katrínar Jakobsdóttur. Þá hafa réttindi hinsegin fólks verið stórbætt svo við erum áfram leiðandi í þeim málaflokki. Þetta eru mikilvæg skref og mörg tímabær. Jafnréttismál hafa alltaf verið ein af grunnstoðum Vinstrihreyfingarinnar- græns framboðs og það er greinilegt á þeim breytingum sem gerðar hafa verið á kjörtímabilinu að það skiptir máli hverjir stjórna. Það er gríðarlega mikilvægt að tekið sé tillit til jafnréttissjónarmiða við alla ákvarðanatöku. Við sjáum of mörg dæmi þess efnis í löndunum í kringum okkur að bakslag getur auðveldlega átt sér stað í þessum efnum. Við þurfum því öll að vera vakandi og standa vörð um jafnrétti á öllum sviðum samfélagsins. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar