Skoða hvort erfiðara sé að greina nýtt afbrigði sem fannst í Frakklandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 16. mars 2021 23:05 Vísindamenn rannsaka nú hvort stökkbreyting kunni að hafa valdið því að afbrigðið sé illgreinanlegt með PCR-prófum. Julien Mattia/Anadolu Agency via Getty Nýtt afbrigði kórónuveirunnar hefur verið uppgötvað í Frakklandi. Afbrigðið er ekki talið meira smitandi eða valda alvarlegri veikindum en önnur, en kann að greinast illa í PCR-prófum. France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
France24 greinir frá því að átta tilfelli afbrigðisins hefðu greinst hjá sjúklingum á spítala í Lannion í Bretagne-héraði. Sum þeirra hefðu ekki komið fram þegar sjúklingarnir voru prófaðir með PCR-prófum, sem iðulega er stuðst við þegar skimað er fyrir kórónuveirunni. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu rannsaka vísindamenn nú hvort stökkbreyting gæti hafa valdið því að erfiðara sé að greina kórónuveiruna hjá þeim sem smitast af afbrigðinu. Búið er að gera Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni viðvart vegna uppgötvunarinnar, og fylgist hún með gangi mála. Alþekkt er að veirur stökkbreytist þegar þær smitast á milli manna. Í langfæstum tilfellum hefur stökkbreyting mikla þýðingu, en í einstaka tilfellum getur hún orðið til þess að veiran breytist á þann hátt að erfiðara getur reynst að hindra útbreiðslu hennar. Eins og sakir standa eru þrjú afbrigði kórónuveirunnar sem valdið hafa heilbrigðisyfirvöldum og vísindamönnum víða um heim sérstökum áhyggjum. Þau eru kennd við Bretland, Suður-Afríku og Brasilíu. RÚV hefur eftir Þórólfi Guðnasyni sóttavarnalækni að fréttirnar séu ekki áhyggjuefni að svo stöddu. PCR-próf sem notuð eru hér á landi séu búin fleiri en einum þreifara sem leiti að veirunni í fólki. Hafa hætt notkun AstraZeneca Frönsk stjórnvöld hafa ekki viljað grípa til útgöngubanns þrátt fyrir fjölgun smita á milla daga, sem hafa verið í kring um 25 þúsund síðustu daga. Rúmlega 4,1 milljón manna hafa greinst með veiruna í landinu frá upphafi faraldursins, og yfir 91 þúsund látið lífið. Frakkland er þá á meðal þeirra þjóða sem hefur gripið til þess ráðs að stöðva tímabundið bólusetningar með bóluefni AstraZeneca, eftir að tilkynningar um blóðtappa hjá fólk sem hafði þegið bólusetningu með efninu tóku að berast. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin sagði fyrir helgi að ekki væri ástæða til að hætta notkun bóluefnisins og Lyfjastofnun Evrópu gaf það út í dag að hún teldi ávinning af notkun þess vegi þyngra en hættan á mögulegum aukaverkunum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Frakkland Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira