Meintur svindlari í Vesturbænum var ósvikinn björgunarsveitarmaður Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. mars 2021 09:25 Lögreglu var í gærkvöld tilkynnt um mann í „fullum skrúða frá Landsbjörg“ sem gekk í hús í Vesturbænum. Vísir/Vilhelm Svo virðist sem fréttir af meintum svindlara, dulbúnum sem björgunarsveitarmaður í þeim tilgangi að féfletta fólk í gærkvöldi, séu stórlega ýktar. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir að þarna hafi verið ósvikinn björgunarsveitarmaður á ferðinni í hefðbundinni styrkjaumleitan í Vesturbænum. Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“ Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Tilkynning um málið í dagbók lögreglu hljóðaði svo: Tilkynnt um aðila sem gekk í hús í fullum skrúða frá Landsbjörgu, bað fólk um bankanúmer, kennitölu og netfang í hverfi 107. Fjölmiðlar réðu margir af tilkynningunni að þarna hefði mögulega verið svindlari á ferðinni, dulbúinn sem björgunarsveitarmaður til að hafa af fólki fé. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar.Vísir/Vilhelm Davíð Már Bjarnason upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir í samtali við Vísi að hann hafi fyrst fengið veður af málinu gegnum fyrirspurnir fjölmiðla. Samkvæmt skoðun hans á málinu virðist það á misskilningi byggt – þarna hafi verið lögmætur björgunarsveitarmaður á ferðinni. „Við erum að heimsækja almenning um þessar mundir og það gengur almennt vel. Við erum búin að vera að kanna þetta, við erum alla daga ársins að eiga samtal við almenning um meðal annars bakvarðaverkefnið okkar. Akkúrat núna erum við að ganga í hús í Vesturbænum og mjög líklega má rekja þessa tilkynningu til þess,“ segir Davíð Már. „Við höfum að minnsta kosti ekki fengið upplýsingar um neitt dularfullt. Og þá hafði lögregla ekki heldur afskipti af neinum á okkar vegum í gær.“ Aðspurður segir hann að það gerist ekki oft að björgunarsveitarmenn á vegum Landsbjargar séu tilkynntir til lögreglu á þennan hátt. Þetta hafi þó gerst áður. „Og við erum alltaf að reyna að finna leiðir til að láta betur vita af okkur fyrir fram. En í meirihluta tilfellanna er okkur tekið mjög vel.“ Uppfært klukkan 10:34: Lögregla hefur veitt Landsbjörg upplýsingar sem staðfesta að umræddur maður var „klárlega“ á vegum björgunarsveitanna, segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Hann var þarna að standa sína plikt að kynna þetta frábæra verkefni okkar.“
Björgunarsveitir Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira