Ráðherrar á flakki um Asíu gagnrýna Kínverja harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 15:27 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi í Tókíó í gær. AP/Kim Kyung-hoon Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu í gær viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn 24 embættismönnum í Kína og Hong Kong vegna andlýðræðislegra aðgerða Kínverja í Hong Kong. Samhliða því lýsti ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, yfir áhyggjum af því hvernig verið væri að grafa undan lýðræði Hong Kong. Þetta var gert í aðdraganda fyrsta fundar ráðamanna í Kína við meðlimi ríkisstjórnar Bidens sem munu fara fram í Alaska á næstunni. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa beðið hnekki á undanförnum árum og hafa ráðamenn í Peking kallað eftir því að þau verði núllstillt með ríkisstjórn Bidens, ef svo má að orði komast. Að fundurinn geti verið notaður til grunns frekari viðræðna. Hvíta húsið segir hins vegar að Alaskafundurinn, sem á að hefjast á morgun sé einsdæmi og að frekari viðræður við Kínverja og möguleg samvinna velti á því að Kommúnistaflokkur Kína breyti hegðun sinni. „Við hlökkum til tækifærisins að gera kínverskum starfssystkinum okkar grein fyrir áhyggjum okkar varðandi ýmsar aðgerðir þeirra,“ sagði Antony Blinken, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Tókíó í Japan í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Vísaði Blinken sérstaklega til aðgerða Kína í Hong Kong og ítrekaði að Bretar hefðu lýst því yfir að þær væru í trássi við samkomulag þeirra við Kínverja þegar nýlendan var afhent Kína árið 1997. Blinken og Lloud Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru á ferðalagi um Asíu og fóru þeir í morgun frá Japan til Suður-Kóreu. Þar fundaði Blinken með Cung Eui-young, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og ræddu þeir einnig málefni Kína. Antony Blinken og Chung Eui-yong, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í Seul í dag.AP/Lee Jin-man „Kína beitir þvingunum og ógnunum til að grafa markvisst undan sjálfstæði Hong Kong, grafa undan lýðræði í Taívan, fremja mannréttindabrot í Xinjiang og Tíbet og gera tilkall til Suður-Kínahafs, sem brýtur gegn alþjóðalögum,“ hefur New York Times eftir Blinken. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna vegna Hong Kong til marks um fyrirætlanir þeirra að hafa afskipti af innanríkismálefnum Kína. Þvinganirnar byggja á lögum sem samþykkt voru í fyrra og meðal annars meina þau viðkomandi aðilum aðgang að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Meðal þeirra 24 sem aðgerðirnar beinast að er Wang Chen, einn af meðlimum forsætisnefndar Kommúnistaflokks Kína (Politburo). Bandaríkin Kína Suður-Kórea Japan Hong Kong Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Samhliða því lýsti ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, yfir áhyggjum af því hvernig verið væri að grafa undan lýðræði Hong Kong. Þetta var gert í aðdraganda fyrsta fundar ráðamanna í Kína við meðlimi ríkisstjórnar Bidens sem munu fara fram í Alaska á næstunni. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa beðið hnekki á undanförnum árum og hafa ráðamenn í Peking kallað eftir því að þau verði núllstillt með ríkisstjórn Bidens, ef svo má að orði komast. Að fundurinn geti verið notaður til grunns frekari viðræðna. Hvíta húsið segir hins vegar að Alaskafundurinn, sem á að hefjast á morgun sé einsdæmi og að frekari viðræður við Kínverja og möguleg samvinna velti á því að Kommúnistaflokkur Kína breyti hegðun sinni. „Við hlökkum til tækifærisins að gera kínverskum starfssystkinum okkar grein fyrir áhyggjum okkar varðandi ýmsar aðgerðir þeirra,“ sagði Antony Blinken, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Tókíó í Japan í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Vísaði Blinken sérstaklega til aðgerða Kína í Hong Kong og ítrekaði að Bretar hefðu lýst því yfir að þær væru í trássi við samkomulag þeirra við Kínverja þegar nýlendan var afhent Kína árið 1997. Blinken og Lloud Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru á ferðalagi um Asíu og fóru þeir í morgun frá Japan til Suður-Kóreu. Þar fundaði Blinken með Cung Eui-young, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og ræddu þeir einnig málefni Kína. Antony Blinken og Chung Eui-yong, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í Seul í dag.AP/Lee Jin-man „Kína beitir þvingunum og ógnunum til að grafa markvisst undan sjálfstæði Hong Kong, grafa undan lýðræði í Taívan, fremja mannréttindabrot í Xinjiang og Tíbet og gera tilkall til Suður-Kínahafs, sem brýtur gegn alþjóðalögum,“ hefur New York Times eftir Blinken. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna vegna Hong Kong til marks um fyrirætlanir þeirra að hafa afskipti af innanríkismálefnum Kína. Þvinganirnar byggja á lögum sem samþykkt voru í fyrra og meðal annars meina þau viðkomandi aðilum aðgang að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Meðal þeirra 24 sem aðgerðirnar beinast að er Wang Chen, einn af meðlimum forsætisnefndar Kommúnistaflokks Kína (Politburo).
Bandaríkin Kína Suður-Kórea Japan Hong Kong Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00
Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37