ESB íhugar að banna útflutning á bóluefni til Bretlands Kjartan Kjartansson skrifar 17. mars 2021 16:03 Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB. Hún telur ekki hægt að una við það hversu slæmar heimtur hafa orðið á bóluefni frá AstraZeneca á Bretlandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hótaði því að banna útflutning á bóluefni gegn kórónuveirunni til Bretlands til að tryggja sem flesta skammta fyrir sína eigin þegna. Sambandið er ósátt við hversu fáir skammtar af bóluefni AstraZeneca sem samið var um hafa verið afhentir til þessa. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin. Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, lýsti óánægju sinni með hversu hægt hafi gengið að fá AstraZeneca til að afhenda bóluefni sem það seldi sambandinu á sama tíma og um tíu milljónir skammta af öðrum bóluefnum hafi verið fluttir frá meginlandinu til Bretlands. „Við erum í neyðarástandi aldarinnar,“ sagði hún og vísaði til þess að þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins virtist í uppsiglingu víða í álfunni. Afar hægt hefur gengið að bólusetja gegn veirunni innan Evrópusambandsins. Reuters-fréttastofan segir að innan við tíu prósent íbúa aðildarríkjanna hafi verið fullbólusett til þessa. „Ef staðan breytist ekki verðum við að íhuga hvernig við gerum útflutning til landa sem framleiða bóluefni háðan hversu opin þau eru. Við munum íhuga hvort að samræmi sé í útflutning til landa með hærra hlutfall bólusettra en hjá okkur,“ sagði von der Leyen. Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, furðaði sig á hótunum sambandsins í dag og sagði þær stangast á við þau fyrirheit sem framkvæmdastjórnin hefði gefið Bretlandi. „Við ætlumst til þess að þessi fyrirheit og lagalega tryggt framboð verði virt. Satt best að segja er ég hissa á að við skulum vera að ræða þetta,“ sagði Raab. Útflutningsstopp og tímabundið bann Mikill styr hefur staðið um bóluefnið AstraZeneca í Evrópu. Ítölsk stjórnvöld beittu fyrr í þessum mánuði heimild til þess að stöðva útflutning á hundruð þúsundum skammta af bóluefninu til Ástralíu sem höfðu verið framleiddir á Ítalíu. Undanfarna daga hefur hvert Evrópuríki á fætur öðru, þar á meðal stóru ríkin Þýskaland, Frakkland og Spánn, sett tímabundið bann við notkun á bóluefni AstraZeneca vegna tilkynningar um að nokkrir einstaklingar af fleiri milljónum sem hafa fengið það hafi fengið blóðtappa í kjölfarið. Engar vísbendingar um orsakasamhengi liggja þó fyrir að svo stöddu. Til stendur að Lyfjastofnun Evrópu gefi út leiðbeiningar um notkun bóluefnis AstraZeneca á morgun. Ísland er eitt þeirra ríkja sem stöðvaði notkun bóluefnisins tímabundið í síðustu viku. Landspítalinn þurfti meðal annars að henda um hundrað skömmtum af efninu sem höfðu þegar verið blandaðir þegar ákvörðunin var tekin.
Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Bólusetningar Tengdar fréttir Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50 Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni Landspítalinn þurfti að farga rúmlega hundrað skömmtum af bóluefni AstraZeneca við kórónuveirunni, eftir að tekin var ákvörðun um að stöðva tímabundið bólusetningu með bóluefninu í síðustu viku. Búið var að blanda skammtana og bólusetning á starfsmönnum spítalans hafin þann daginn. 16. mars 2021 19:50
Ákvörðun um að hætta að nota AstraZeneca-bóluefni sögð „torskilin“ Ákvörðun Evrópuríkja um að stöðva tímabundið notkun á bóluefni AstraZeneca var tekin þrátt fyrir að alþjóðlegar stofnanir hafi engar sannanir séð fyrir tengslum þess við blóðtappa í fólki. Sérfræðingur segir ákvörðunina torskilda og að hún hafi afleiðingar. 16. mars 2021 12:09