Innlent

Helga Sigríður skipuð rektor MS

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Helga Sigríður Þórsdóttir er nýr rektor Menntaskólans við Sund.
Helga Sigríður Þórsdóttir er nýr rektor Menntaskólans við Sund. Sigurjón Ragnar/MS

Helga Sigríður Þórsdóttir hefur verið skipuð rektor Menntaskólans við Sund. Hún hefur verið konrektors skólans frá árinu 2017 en áður starfaði hún sem deildarstjóri og aðstoðardeildarstjóri við leikskóla í Noregi.

Í tilkynningu frá mennta- og menningarmálaráðuneytinu segir að Helga Sigríður hafi lokið BA gráðu í uppeldisfræði, félagsfræði og sögu við Háskólann í Karlsruhe í Þýskalandi, BA gráðu í þýsku og félagsfræði frá Háskóli Íslands og MA gráðu í stjórnunarfræðum menntastofnanna frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands.

Embætti rektors var auglýst 31. október síðastliðinn og sóttu þrjár konur um starfið. Helga Sigríður tekur við starfinu af Má Vilhjálmssyni sem hafði verið rektor frá árinu 2001.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×