Þjálfara refsað með því að láta hann þjálfa kvennalið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 10:01 Heiko Vogel frá dögum hans sem þjálfara svissneska knattspyrnuliðsins FC Basel 1893. EPA/GEORGIOS KEFALAS Þýski knattspyrnuþjálfarinn Heiko Vogel fékk mjög sérstaka refsingu fyrir óíþróttamannslega hegðun sína gagnvart dómara á dögunum. Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12. Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira
Heiko Vogel, sem var að þjálfa 23 ára lið Borussia Mönchengladbach, missti stjórn á sér í 2-1 sigurleik á Bergisch Gladbach í fjórðu deildinni í Þýskalandi. Bæði hann og aðstoðarmenn hans, Vanessa Arlt og Nadine Westerhoff, höguðu sér þá mjög ósæmilega gagnvart dómara leiksins Marcel Benkhoff. Borussia Monchengladbach's under-23 coach Heiko Vogel was ordered to train the women's team as a punishment for "unsporting behaviour," the West German FA confirmed to @uersfeld. https://t.co/XHT84eVxai— ESPN FC (@ESPNFC) March 17, 2021 Vogel fékk tveggja leikja bann eins og báðir aðstoðarmenn hans. Þar með var ekki öll sagan sögð. Hinn 44 ára gamli Vogel fékk einnig 1500 evru sekt sem eru 227 þúsund íslenskar krónur. Það sem vakti þó mesta athygli var sú refsing að hann var einnig dæmdur til að þjálfa kvennalið sem hluti af refsingunni. Vogel þarf að skila sex æfingum hjá kvennaliði fyrir 30. júní næstkomandi. Nicole Selmer hjá „Frauen im Fussball“ eða „Konur í fótbolta“ var auðvitað allt annað en sátt með þau skilaboð sem var verið að senda með slíkum dóm. The West Germany FA has come under fire after ordering Borussia Monchengladbach U23 manager Heiko Vogel to coach the women's team as a punishment for "unsporting behavior" https://t.co/HJJj9Rzp5F— Planet Fútbol (@si_soccer) March 17, 2021 „Þetta sýnir það, að á hvaða getustigi sem er, þá eru fótboltakonur og fótboltastelpur ekki teknar eins alvarlega og fótboltakarlar og fótboltastrákar,“ sagði Nicole Selmer við ESPN. „Þessi refsing fyrir þennan þjálfara Gladbach setur þjálfun kvenna í fótbolta á sama stað og að sinna samfélagsþjónustu. Það er ekki þannig. Kvennafótbolti er íþrótt og þær sem taka þar þátt eru ekkert minni fagmenn heldur en karlarnir,“ sagði Selmer. „Þeir sem ákváðu þennan dóm höfðu kannski góð fyrirheit en þeir eru samt að senda skelfileg skilaboð með því að segja að það sé refsing að þjálfa kvenna- eða stelpufótboltalið,“ sagði Nicole Selmer. Heiko Vogel þjálfaði áður lið Basel í Sviss og undir hans stjórn þá varð svissneska liðið tvöfaldur meistari og skildi líka Manchester United eftir í riðlakeppni Meistaradeildarinnr tímabilið 2011-12.
Þýski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum „Ætlum ekki að sprengja þetta í lausaloft“ Vonar að mótmælunum sé lokið fyrir slaginn við Víking Leoni færist nær Liverpool Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Sjá meira