Lífið

Kveðst hafa sannanir fyrir heimilis­of­beldi af hálfu Pitts

Atli Ísleifsson skrifar
Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016.
Angelina Jolie og Brad Pitt árið 2015, þegar allt lék í lyndi. Þau hættu saman árið 2016. Getty/Jason LaVeris

Bandaríska leikkonan Angelina Jolie segist hafa sannanir fyrir því að hún hafi þurft að þola heimilisofbeldi af hálfu fyrrverandi eiginmanns síns, Brads Bitt. Þetta kemur fram í skjölum sem Jolie á að hafa lagt fyrir dómara, en þau Jolie og Pitt deila enn um framfærslu og meðlags vegna barna sinna sex.

Bandarískir fjölmiðlar á borð við The Blast, US Weekly og Entertainment Tonight greina frá þessum gögnum sem Jolie á að hafa skilað inn í síðustu viku, en meðferð í málinu hefst innan skamms. Eru bæði Jolie og þrjú barnanna sögð vera reiðubúin að bera vitni.

Jolie og Pitt hættu saman fyrir fimm árum og skildu þau formlega árið 2019. Þau hafa enn ekki náð samkomulagi vegna framfærslu og umgengni barna sinna, þeirra Maddox (nítján ára), Pax (sautján ára), Zahara (sextán ára), Shiloh (fjórtán ára) og tvíburanna Knox og Vivienne (tólf ára).

ET segir að hvorki Pitt né Jolie hafi tjáð sig opinberlega um þau gögn sem Jolie hafi nú lagt fram.

Málið hefur all dregist mikið á langinn þar sem Jolie sættir sig ekki við ósk Pitts um jafnt forræði yfir börnunum.

Jolie sakaði Pitt um að hafa slegið til þá fimmtán ára gamla sonar þeirra, Maddox, um borð í flugvél árið 2016. Bandaríska alríkislögreglan FBI rannsakaði málið og lét það niður falla að lokinni rannsókn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.