Telja blóðtappa heiftarleg ónæmisviðbrögð við bóluefninu Kjartan Kjartansson skrifar 18. mars 2021 12:30 Bóluefni AstraZeneca er gefið fólki yngra en 65 ára. Vísir/vilhelm Rannsakendur við Háskólasjúkrahúsið í Osló telja að bóluefni AstraZeneca hafi valdið blóðtappa í þremur heilbrigðisstarfsmönnum þar. Efnið hafi valdið sterku ónæmissvari í fólkinu sem hafi orskaða blóðtappa. Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Noregur var fyrsta landið til að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca tímabundið eftir að þrír heilbrigðisstarfsmenn sem eru allir yngri en fimmtugir fengu blóðtappa og óvenjulegar blæðingar eftir að þeir voru bólusettir gegn kórónuveirunni. Einn þeirra er nú látinn. Pål Andre Holme, prófessor við háskólasjúkrahúsið í Osló, segir að rannsókn hafi staðfest að ónæmissvar við bóluefninu hafi valdið blæðingunum. Fólkið hafi ekki átt sér aðra sjúkrasögu sem gæti útskýrt veikindi þess. „Það er ekkert annað en bóluefnið sem getur skýrt að við höfum fengið þessa ónæmissvörun,“ segir Holme við norska blaðið VG. Við rannsóknina hafi fundist ákveðið mótefni við blóðflögum í bóluefninu. Holme leggur áherslu á að það séu ekki mótefni sem eru almennt í blóði sem hafi valdið ónæmissvarinu í heilbrigðisstarfsmönnunum. Bóluefnið virki þannig að það veki ónæmissvör og fá líkamanna til að mynda mótefni. „Sum mótefni geta brugðist við þannig að þau virkja blóðflögurnar, eins og í þessum tilfellum, og valdið blóðtappa,“ segir Holme. Íslensk yfirvöld ákváðu að stöðva notkun bóluefnis AstraZeneca í síðustu viku. Lyfjastofnun Evrópu og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hafa sagt engar vísbendingar fyrir orsakasamhengi á milli bóluefnisins og blóðtappanna. Yfirmaður WHO í Evrópu hvatti Evrópuríki til þess að halda notkun bóluefnisins áfram í dag. Niðurstöður rannsóknar evrópsku lyfjastofnunnarinnar á mögulegum aukaverkunum bóluefninsins eiga að liggja fyrir í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01 WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Innlent Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Innlent Hiti nær 22 stigum fyrir austan Innlent Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Erlent Fleiri fréttir Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Nítján ára ferðamaður fannst látinn Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Sjá meira
Von á niðurstöðu um eittleytið Lyfjastofnun Evrópu fundar nú um bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni og mögulegt orsakasamhengi við blóðtappa. Niðurstöðu er að vænta um klukkan eitt. 18. mars 2021 12:01
WHO ráðleggur Evrópuríkjum að nota bóluefni AstraZeneca Yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) hvatti Evrópuríkja til þess að halda áfram að nota bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni þrátt fyrir nokkrar tilkynningar um blóðtappa. Bóluefnið bjargi mannslífum og ábati af því vegi mun þyngra en áhættan. 18. mars 2021 11:50