Óþolandi staða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. mars 2021 13:50 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/Vilhelm Efla þarf Verðlagsstofu skiptaverðs sem þarf að hafa burði til þess að bera saman afurðaverð á erlendum mörkuðum og afurðaverð hér á landi. Þetta sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín. Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Þorgerður vísaði til orða Valmundar Valmundssonar, formanns Sjómannasambands Íslands, sem sagði í viðtali við Fréttablaðið í gær að sjómenn fullyrði að norsk skip sem lönduðu loðnu hér á landi hafi fengið um tvöfalt hærra verð fyrir aflann en hin íslensku. Valmundur sagði að þetta þyrfti að skoða til þess að skera megi úr um hvort íslenskar áhafnir hafi verið hlunnfarnar. Hann ætli að biðja Verðlagsstofu skiptaverð um að kalla eftir upplýsingum frá útvegsfyrirtækjum. Þorgerður sagði lítið traust og lítið gagnsæi ríkja í málinu og spurði Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, til hvaða ráða hann ætlaði að grípa til þess að skýra myndina og svara sjómönnum. Frá loðnuverðtíðinni í ár.vísir/Sigurjón Kristján Þór benti á að verðlagningin væri ekki á forræði stjórnvalda heldur fyrst og fremst á forræði sjávarútvegsfyrirtækjanna og sjómanna sjálfra. „Að allra mati er þetta slæm staða. Þetta leiðir af sér tortryggni, skapar vantraust á milli aðila og er engum til góða og ég hef kallað eftir því frá báðum aðilum þessa máls, eða þessarar deilu, að það þurfi að útskýra þennan mismun, leggja fram gögn og reyna að eyða þeirri tortryggni sem uppi er í þessu. Málið er því að staðan er algerlega óþolandi,“ sagði Kristján og bætti við að hann hefði farið fram á að framkvæmdur yrði samanburður á kjörum og launakerfum sjómanna í hinum norrænu ríkjunum. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.vísir/Vilhelm Verkefnið hafi tafist vegna faraldursins en ætti þó að ljúka á þessu ári. Við þá greiningu verði vonandi hægt að styðjast til þess að takast á við málið. Þorgerður benti á að í sjómannaverkfallinu árið 2017 hafi verið samþykkt að efla Verðlagsstofu skiptaverðs. Það virðist ekki duga til þar sem útgerðarfyrirtækin virðist sjálf geta ákveðið uppgefin einingarverð. „Og þá er hægt að spyrja: Hvert fer mismunurinn?“ spurði Þorgerður. Hún sagði útgerðirnar þurfa að svara kalli tímans „um gagnsæi og traust.“ Málið verði ekki leyst án pólitísks vilja. „Ég held að það sé ekki viðunandi að mínu mati að útgerðin sé alltaf með þetta ægivald gagnvart sjómönnum og það verður að leiðrétta þetta, og metnaðurinn og hagsmunirnir þeir eru til staðar, og við verðum að ýta á þetta verði leiðrétt sem allra fyrst,“ sagði Þorgerður Katrín.
Sjávarútvegur Alþingi Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira