Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:26 Kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 í Reykjavík. Vísir/SigurjónÓ Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Erlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32