Átján í sóttkví hjá Mími vegna smitsins í gær Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 15:26 Kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 í Reykjavík. Vísir/SigurjónÓ Sautján nemendur og einn kennari hjá Mími eru nú í sóttkví eftir að nemandi greindist með Covid í gærkvöldi. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að gripið hafi verið til allra nauðsynlegra ráðstafana til að hindra útbreiðslu smitsins. Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira
Nemandinn sem smitaðist er sá sem greindist utan sóttkvíar í gær. Hann sótti jafnframt starfsmannagleði starfsmanna ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sólveig Hildur Björnsdóttir framkvæmdastjóri Mímis segir í samskiptum við Vísi að nemandinn hafi aðeins sótt kennslustöð Mímis að Öldugötu 23 en ekki aðalhúsnæðið að Höfðabakka 9. Hann mætti síðast til kennslu nú í vikunni. Þá segir Sólveig að smitrakningarteymi almannavarna hafi boðað um 120 nemendur og starfsmenn Mímis í skimun vegna smitsins. Fram kemur í tilkynningu frá Mími að verið sé að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví. Kennsluhúsnæðið að Öldugötu hafi verið sótthreinsað rækilega. „Þá hefur áhersla verið lögð á að þeir sem hafa komið í húsnæði okkar á Öldugötu mæti ekki í aðalbyggingu Mímis að Höfðabakka 9 fyrr en að lokinni skimunarsóttkví,“ segir í tilkynningu. „Við erum að vonum vonsvikin með að þessi staða sé komin upp þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á sóttvarnir í kennsluhúsnæði Mímis, bæði að Öldugötu og Höfðabakka, og við höfum skynjað mikla samstöðu meðal nemenda og starfsfólks að vinna sigur á þessum faraldri. Við höfum starfað náið með smitrakningarteyminu að því að reyna að ná utan um þetta. Við erum heppin að hafa náð að bregðast skjótt og örugglega við þessum aðstæðum enda er um lítið kennsluhúsnæði að ræða í þessu tilviki.“ Starfsemi Mímis verði haldið áfram en allir minntir á að gæta fyllsta hreinlætis, halda að minnsta kosti eins metra lágmarksbili milli fólks og mæta ekki á staðinn ef einkenni koma fram. Nemandinn sótti starfsmannagleði ION hótels á Nesjavöllum og veitingastaðanna Silfru og Sumac á sunnudag. Sigurlaug Sverrisdóttir eigandi hótelsins sagði í samtali við Vísi nú síðdegis að á fjórða tug væru komnir í sóttkví vegna þessa. Þá hafi viðkomandi ekki hugmynd um hvernig hann smitaðist. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43 Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að nota ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Sjá meira
Einn greindist utan sóttkvíar Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Viðkomandi var utan sóttkvíar. Um er að ræða fyrsta kórónuveirusmitið sem greinist hér á landi utan sóttkvíar síðan 8. mars. 18. mars 2021 10:43
Segir ástæðu til að hafa áhyggjur af smiti gærdagsins Innanlandssmitið sem greindist utan sóttkvíar í gær sýnir að veiran er ekki horfin úr íslensku samfélagi. Ekki er búið að rekja smitið og þá liggur raðgreining ekki fyrir. 18. mars 2021 11:32