Tottenham úr leik eftir ótrúlegt tap gegn Dinamo Zagreb 18. mars 2021 20:30 Mislav Orsic gerði sér lítið fyrir og skoraði öll þrjú mörk leiksins er Dinamo Zagreb tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar. Jurij Kodrun/Getty Images Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. Tottenham vann fyrri leik liðanna 2-0 og því virtist þessi leikur einfaldlega formsatriði. Sérstaklega í ljósi þess að staðan var markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þá má ekki gleyma því að þjálfari heimamanna var dæmdur í fangelsi í vikunni. Þegar rúmur klukkutími var liðinn kom Mislav Orsic hins vegar heimamönnum yfir og á 83. mínútu var staðan orðin 2-0. Aftur var Orsic á ferðinni og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar steig Orsic enn á ný upp en hann skoraði þriðja mark Zagreb og staðan orðin 3-0. Þarna voru heimamenn á leiðinni áfram í 8-liða úrslit og það reyndist raunin. Sunday: Tottenham lead the north London derby 1-0, lose 2-1 Thursday: Tottenham lead Zagreb 2-0 on aggregate, lose 3-2 pic.twitter.com/VDssF6JpQI— B/R Football (@brfootball) March 18, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og Dinamo Zagreb því komið áfram ásamt Arsenal, Roma og Granada. Dregið verður í 8-liða úrslitin í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Fótbolti
Dinamo Zagreb gerði sér lítið fyrir og sló Tottenham Hotspur út úr 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld. Lokatölur 3-0 í framlengdum leik en heimamenn í Zagreb voru 2-0 yfir að loknum venjulegum leiktíma. Tottenham vann fyrri leik liðanna 2-0 og því virtist þessi leikur einfaldlega formsatriði. Sérstaklega í ljósi þess að staðan var markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þá má ekki gleyma því að þjálfari heimamanna var dæmdur í fangelsi í vikunni. Þegar rúmur klukkutími var liðinn kom Mislav Orsic hins vegar heimamönnum yfir og á 83. mínútu var staðan orðin 2-0. Aftur var Orsic á ferðinni og staðan í einvíginu þar með orðin 2-2. Fleiri urðu mörkin ekki í venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar steig Orsic enn á ný upp en hann skoraði þriðja mark Zagreb og staðan orðin 3-0. Þarna voru heimamenn á leiðinni áfram í 8-liða úrslit og það reyndist raunin. Sunday: Tottenham lead the north London derby 1-0, lose 2-1 Thursday: Tottenham lead Zagreb 2-0 on aggregate, lose 3-2 pic.twitter.com/VDssF6JpQI— B/R Football (@brfootball) March 18, 2021 Fleiri urðu mörkin ekki og Dinamo Zagreb því komið áfram ásamt Arsenal, Roma og Granada. Dregið verður í 8-liða úrslitin í hádeginu á morgun. Drátturinn verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti