Sakaður um að kýla leikmann en Gerrard segir hann beittan kynþáttaníði Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2021 08:00 Glen Kamara varð illur eftir að Ondrej Kudela sagði eitthvað við hann. Þeir eru tvísaga um hvað var sagt. Getty/Ian MacNicol Það gekk mikið á innan vallar og í leikmannagöngunum á Ibrox-leikvanginum í Glasgow í gærkvöld þegar tékknesku meistararnir í Slavia Prag slógu Rangers út úr Evrópudeildinni með 2-0 sigri. Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard. Evrópudeild UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira
Ásakanir gengu á víxl eftir leik en Tékkarnir segja að í nútímafótbolta hafi þeir aldrei lent í eins hrottalega grófum andstæðingum og Rangers. Markvörðurinn Ondrej Kolár hafa til að mynda endað á sjúkrahúsi þar sem sauma þurfti tíu spor í höfuð hans, eftir viðbjóðslega tæklingu gamla Víkingsins Kemar Roofe. Hnefar hafi svo verið látnir tala eftir leik. Tveir leikmanna Rangers voru reknir af velli í leiknum og upp úr sauð svo á 87. mínútu. Það var þá sem að Ondrej Kudela, einn af fyrirliðum Slavia, sagði eitthvað við hinn þeldökka Finna, Glen Kamara. Kveðst hafa sagt „helvítið þitt“ Steven Gerrard, stjóri Rangers, sagði Kudela hafa beitt Kamara kynþáttaníði. Í yfirlýsingu Slavia segir Kudela að það sé alrangt. Hann hafi sagt „helvítið þitt“ (e. „you fucking guy“), í miklum tilfinningahita, en í því hafi ekki falist neitt kynþáttaníð. Samkvæmt yfirlýsingu Slavia mun Kamara svo hafa kýlt Kudela í leikmannagöngunum eftir leik, fyrir framan Gerrard og fulltrúa UEFA sem hafi verið í áfalli yfir þessari hegðun. Gerrard segist standa með Kamara og vonar að UEFA sópi málinu ekki einfaldlega undir teppi. Þess ber að geta að yfirlýsingin frá Slavia Prag, með ásökunum um hnefahögg Kamara, kom eftir blaðamannafund Gerrards. „Ég er í mjög sterku sambandi við Glen Kamara. Ég trúi því 100 prósent sem hann segir varðandi þessar ásakanir (um kynþáttaníð). Aðrir leikmenn sem voru nálægt heyrðu þetta líka, svo ég stend fullkomlega við bakið á Glen Kamara og mun taka á þessu eins og Glen vill,“ sagði Gerrard. „UEFA mun fara í þetta mál og ég er viss um að talað verður við báða leikmenn svo það munu aðrir sjá um að ráða fram úr þessu. Það eina sem ég get staðfest er að leikmaður minn segist hafa verið beittur kynþáttaníði,“ sagði Gerrard.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Sjá meira