Sjáðu þegar Pogba skaut United áfram og þrennuna sem sökkti Spurs Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 14:31 Eftir nokkurra vikna fjarveru sneri Paul Pogba aftur í lið Manchester United í gær og skoraði sigurmarkið gegn AC Milan. getty/Jonathan Moscrop Paul Pogba var hetja Manchester United gegn AC Milan í sextán liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær. Ekki gekk jafn vel hjá Lundúnaliðunum Tottenham og Arsenal þótt síðarnefnda liðið hafi komist áfram. Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira
Pogba kom inn á sem varamaður í hálfleik í leik United og Milan á San Siro og var ekki lengi að láta að sér kveða. Á 48. mínútu skoraði franski heimsmeistarinn með góðu skoti yfir Gianluigi Donnarumma í marki Milan. Fyrrverandi leikmaður United, Zlatan Ibrahimovic, komst næst því að jafna fyrir Milan en Dean Henderson varði skalla hans á 74. mínútu. United fór áfram, 2-1 samanlagt. Tottenham var í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Dinamo Zagreb eftir 2-0 sigur í þeim fyrri fyrir viku. Króatíska liðið sneri hins vegar dæminu sér í vil á heimavelli í gær. Mislav Orsic skoraði öll mörk Dinamo í 3-0 sigri. Sigurmarkið kom í upphafi seinni hálfleiks framlengingarinnar. Það sauð á José Mourinho, knattspyrnustjóra Tottenham, eftir leikinn og hann sakaði sína menn um vanmat og værukærð. Þrátt fyrir að hafa fengið fjölmörg góð færi tapaði Arsenal fyrir Olympiakos á heimavelli, 0-1. Youssef El Arabi skoraði eina mark leiksins. Þrátt fyrir tapið komst Arsenal áfram en liðið vann fyrri leikinn í Grikklandi með þremur mörkum gegn einu. Mörkin úr leikjum ensku liðanna í Evrópudeildinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Ensku liðin í Evrópudeildinni Dregið var í átta liða og undanúrslit Evrópudeildarinnar í hádeginu í dag. United mætir Granada í átta liða úrslitunum en Arsenal Slavia Prag. Svo gæti farið að United og Arsenal mættust í úrslitaleik keppninnar í Gdánsk í Póllandi 26. maí. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Fleiri fréttir Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Kennir sjálfum sér um uppsögnina Hetjumark hrifsað af Mikael og félögum í blálokin Skellur hjá Frey sem var án Patriks og varamarkmannsins Logi í bann fyrir mótmæli og Júlíus efstur Íslendinga Sveindís enn í hlutverki varamanns Birkir hetjan á gamla heimavellinum Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Gísli og Birnir komnir úr fallsæti og Jón Daði í fyrsta sinn með Wrexham Sjá meira