Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2021 22:52 Öldungadeildarþingmaðurinn Ted Cruz segir gífurlega mikilvægt fyrir Repúblikana að gera fólki erfiðara að kjósa. Getty/Tasos Katopodis Öldungadeildarþingmaðurinn bandaríski Ted Cruz segir Demókrata ætla sér að veita milljónum ólöglegra innflytjenda, barnaníðingum og öðrum glæpamönnum kosningarétt. Þannig muni Demókratar tryggja yfirráð sínum í kosningum vestanhafs um árabil. Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira
Nái Demókratar markmiðum sínum myndu Repúblikanar tapa kosningum næstu áratugina. Þetta sagði Cruz í símtali við ríkisþingmenn Repúblikanaflokksins í síðustu viku, samkvæmt AP fréttaveitunni, sem hefur komið höndum yfir upptöku af símtalinu. Hann sagði Repúblikana verða að standa í hárinu á Demókrötum og sagði ekkert ráðrúm til málamiðlunar. Repúblikanar á ríkisþingum Bandaríkjanna vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að taka þátt í kosningum. Repúblikanar hafa leitað áherslumála í kjölfar forsetatíðar Trumps og virðast hafa fundið eitt slíkt og segjast vera að vernda heillindi kosninga í Bandaríkjunum. Sjá einnig: McConnell varar við „sviðinni jörð“ í öldungadeildinni Aðgerðir þeirra byggja á þeim ósannindum að umfangsmikið kosningasvindl í forsetakosningunum í nóvember hafi kostað Donald Trump endurkjör. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og fjölmörg dómsmál hafa Repúblikanar ekki getað fært sannanir fyrir ásökunum sínum og hafa þess í stað byrjað að tala um hve margir kjósendur í Bandaríkjunum beri lítið traust til kosninga þar. Þann skort á trausti má þó rekja til ósanninda Trumps og bandamanna hans og er Ted Cruz einn þeirra sem hefur farið ósönnum orðum um framkvæmd forsetakosninganna í fyrra. Rúmlega 250 frumvörp hafa verið lögð fram í minnst 43 ríkjum Bandaríkjanna. Samhliða því vinna Demókratar að því frumvarpi sem gera á fólki auðveldara að kjósa og meðal annars notast við utankjörfundaratkvæði. Frumvarp Demókrata, sem kallast H.R.1, myndi einnig gera alríkinu mögulegt að stöðva aðgerðir ríkja sem eiga að gera fólki erfiðara að kjósa. Baráttan um kosningaréttinn í Bandaríkjunum er í augum forsvarsmanna beggja flokka spurning um líf og dauða. Repúblikanar hafa lengi staðið í þeirri trú að þeir hagnist á lágri kjörsókn og að Demókratar græði á mikilli kjörsókn. Því hafa íhaldsmenn lagt mikið púður í að draga úr kjörsókn og þær aðgerðir hafa hvað mest komið niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum af afrískum og spænskum uppruna, samkvæmt AP fréttaveitunni. Þeir hafa verið líklegri til að kjósa Demókrata en Repúblikana.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Sjá meira