Zlatan Ibrahimovic sneri aftur í byrjunarlið AC Milan eftir meiðsli og hann sá um að koma sínu liði á bragðið þegar hann skoraði eftir stoðsendingu Simon Kjær á 9.mínútu.
Erick Pulgar var fljótur að svara fyrir heimamenn og fóru liðin með jafna stöðu í leikhléið.
Síðari hálfleikur var mikil skemmtun þar sem Franck Ribery kom Fiorentina í forystu á 51.mínútu. AC Milan voru fljótir að svara því Brahim Diaz jafnaði metin á 57.mínútu, eftir stoðsendingu Simon Kjær.
Tyrkneski miðjumaðurinn Hakan Calhanoglu gerði svo síðasta mark leiksins á 72.mínútu og tryggði AC Milan sætan sigur, 2-3.