„Hrossætur vegna þess að Þykkvbæingar fóru að éta hrossakjöt á undan öllum öðrum. Það var bara guðlast,“ segir kartöflubóndinn Sigurbjartur Pálsson í Skarði.
Þykkvbæingar éta þó ekki vini sína, ekki eigin hross - bara annarra manna, segir Gyða Árný Helgadóttir í Norður-Nýjabæ og skellihlær.

Þykkvibær, höfuðból kartöflunnar, er heimsóttur í þættinum Um land allt á Stöð 2. Þykkvbæingar segja frá lífinu á kartöfluökrunum og sýna okkur kartöfluvinnslu, sveitahótel, hlöðueldhús, gluggaverksmiðju, kjötvinnslu, gallerí og textílverkstæði.
Hápunktur félagslífsins er kartöfluballið: „Það eru kartöfluréttir á boðstólum, hrossakjöt, bjúgu – þjóðarréttur Þykkvbæinga,“ segir Halldóra Hafsteinsdóttir í Hákoti.
Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 á mánudagskvöld klukkan 19:10. Hér má sjá sýnishorn: