Mestar líkur á enskum úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 11:00 Liverpool maðurinn Sadio Mane með Meistaradeildarbikarinn en Liverpool vann hann síðasta þegar ensk félög mættust í úrslitaleiknum vorið 2019. Getty/Matthias Hangst Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi. Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira