Hver græðir? Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. mars 2021 07:31 Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Áður en að Kórónuveiran skall á voru þau búin að gera Fjármálaeftirlitið að deild í Seðlabankanum og í kjölfarið tóku þau til við að veikja Samkeppniseftirlitið. Við þingmenn Samfylkingarinnar mótmæltum hvoru tveggja og náðum fram umbótum þó að eftir standi breytingar sem ástæða er til að hafa áhyggjur af og þarfnast endurmats hið fyrsta. Neytendastofa Og nú síðast ræðst ríkisstjórnin til atlögu við neytendur. Til stendur að gera Neytendastofu að örstofnun með lagasetningu þann 16. mars. Flutt eru verkefni frá stofnuninni og gefin óljós skilaboð í greinargerð frumvarpsins um að leggja eigi Neytendastofu að fullu niður. Engin vönduð rannsókn eða greining fór fram á neytendamálum eða verkefnum Neytendastofu áður en frumvarpið var lagt fram. Engin hlutlaus úttekt fór fram á starfsemi Neytendastofu eða flutningi verkefna. Íslenskir neytendur hafa löngum verið í veikri stöðu vegna yfirburðastöðu framleiðenda og seljenda vöru og þjónustu og væri full ástæða til að styrkja stöðu þeirra í stað þess að veikja hana. Hin norrænu ríkin eru með öfluga neytendavernd og mættu stjórnvöld líta þangað eftir fyrirmyndum og skoða vel kosti og galla embættis Umboðsmanns neytenda sem hefur valdheimildir. Neytendaréttarsvið gæti verið undir slíku embætti svo dæmi sé tekið en það svið er það eina sem eftir stendur sem verkefni Neytendastofu. Lögin sem samþykkt voru 16. mars verða til þess m.a. að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun sinna verkefnum sem eru mörg stór og ólík og með þeim lítil samlegð. Stofnunin veitir húsnæðislán, hefur umsjón með framkvæmd löggildingareftirlits með mælitækjum fyrirtækja og hefur eftirlit með leikföngum og snuðum svo dæmi séu tekin. Stefna stjórnvalda virðist vera að skera niður fjármuni til neytendamála og fækka stofnunum, allt í nafni hagræðingar. Tilfærslunum fylgir augljós hætta á að neytendamálin tvístrist um kerfið og eftirlitið minnki með tilheyrandi skaða fyrir neytendur. Skattrannsóknarstjóri Og áfram skal haldið. Á dagskrá Alþingis á þriðjudaginn 23. mars, er frumvarp um að leggja embætti skattrannsóknarstjóra niður sem sjálfstæða stofnun og gera skattrannsóknir að deild hjá Skattinum. Til að vinna gegn skattaundanskotum höfum við í Samfylkingunni talað fyrir eflingu skattrannsókna og auknu sjálfstæði skattrannsóknarstjóra. Slíkt mundi skila sér margfalt til baka í auknum skatttekjum. Þegar stór og flókin mál koma upp, líkt og rannsókn á Panamaskjölunum og fjárfestingarleið Seðlabankans hefur embættið liðið fyrir fjárskort og manneklu. Ein leið til að halda embætti niðri er fjársvelti, önnur leið er hreinlega að leggja embættið niður eins og núverandi ríkisstjórn vill gera. Með frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar í þá veru að sekta í stað þess að ákæra í leiri málum. Með því er verið að milda til muna mat á alvarleika brota og gera refsilaus brot gegn skattalögum sem nú sæta refsingum. Og rökin virðast vera að afkastageta hjá ákæruvaldi sé ekki nægileg. Þau rök duga alls ekki fyrir slíkum breytingum. Í meira en aldarfjórðung hefur reglulega verið vakin athygli á nauðsyn þess að uppræta augljósan tvíverknað í rannsókn á skattsvikum og efnahagsbrotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þingmálum sem og mörgum skýrslum og greiningum. Fyrirkomulagið hér á landi er seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né sakborningum í hag. Með löngum málsmeðferðartíma vex auk þess hættan á að réttarspjöll verði sem leiði til mildari dóma en ella eða jafnvel sýknu eins og dæmi eru um. Í stað þess að sameina embætti skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra væri mun árangurríkara og skilvirkara í alvarlegum skattalagabrotum, að efla skattrannsóknir og veita skattrannsóknarstjóra ákæruvald í þeim málum sem embættið rannsakar. Þannig mætti koma í veg fyrir tvíverknað, stuðla að styttri málsmeðferðartíma og skapa um leið betri samfellu í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Ógjörningur er að koma auga á hvernig hagur almennings er varinn með því að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Hver græðir á því? Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skattar og tollar Samfylkingin Skoðun: Kosningar 2021 Neytendur Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Eitt af einkennum hægristjórna er að ráðast að eftirlitsstofnunum og veikja þá aðila sem standa vörð um almannahag með öllum ráðum. Núverandi ríkisstjórn er þar engin undantekning. Áður en að Kórónuveiran skall á voru þau búin að gera Fjármálaeftirlitið að deild í Seðlabankanum og í kjölfarið tóku þau til við að veikja Samkeppniseftirlitið. Við þingmenn Samfylkingarinnar mótmæltum hvoru tveggja og náðum fram umbótum þó að eftir standi breytingar sem ástæða er til að hafa áhyggjur af og þarfnast endurmats hið fyrsta. Neytendastofa Og nú síðast ræðst ríkisstjórnin til atlögu við neytendur. Til stendur að gera Neytendastofu að örstofnun með lagasetningu þann 16. mars. Flutt eru verkefni frá stofnuninni og gefin óljós skilaboð í greinargerð frumvarpsins um að leggja eigi Neytendastofu að fullu niður. Engin vönduð rannsókn eða greining fór fram á neytendamálum eða verkefnum Neytendastofu áður en frumvarpið var lagt fram. Engin hlutlaus úttekt fór fram á starfsemi Neytendastofu eða flutningi verkefna. Íslenskir neytendur hafa löngum verið í veikri stöðu vegna yfirburðastöðu framleiðenda og seljenda vöru og þjónustu og væri full ástæða til að styrkja stöðu þeirra í stað þess að veikja hana. Hin norrænu ríkin eru með öfluga neytendavernd og mættu stjórnvöld líta þangað eftir fyrirmyndum og skoða vel kosti og galla embættis Umboðsmanns neytenda sem hefur valdheimildir. Neytendaréttarsvið gæti verið undir slíku embætti svo dæmi sé tekið en það svið er það eina sem eftir stendur sem verkefni Neytendastofu. Lögin sem samþykkt voru 16. mars verða til þess m.a. að Húsnæðis- og mannvirkjastofnun mun sinna verkefnum sem eru mörg stór og ólík og með þeim lítil samlegð. Stofnunin veitir húsnæðislán, hefur umsjón með framkvæmd löggildingareftirlits með mælitækjum fyrirtækja og hefur eftirlit með leikföngum og snuðum svo dæmi séu tekin. Stefna stjórnvalda virðist vera að skera niður fjármuni til neytendamála og fækka stofnunum, allt í nafni hagræðingar. Tilfærslunum fylgir augljós hætta á að neytendamálin tvístrist um kerfið og eftirlitið minnki með tilheyrandi skaða fyrir neytendur. Skattrannsóknarstjóri Og áfram skal haldið. Á dagskrá Alþingis á þriðjudaginn 23. mars, er frumvarp um að leggja embætti skattrannsóknarstjóra niður sem sjálfstæða stofnun og gera skattrannsóknir að deild hjá Skattinum. Til að vinna gegn skattaundanskotum höfum við í Samfylkingunni talað fyrir eflingu skattrannsókna og auknu sjálfstæði skattrannsóknarstjóra. Slíkt mundi skila sér margfalt til baka í auknum skatttekjum. Þegar stór og flókin mál koma upp, líkt og rannsókn á Panamaskjölunum og fjárfestingarleið Seðlabankans hefur embættið liðið fyrir fjárskort og manneklu. Ein leið til að halda embætti niðri er fjársvelti, önnur leið er hreinlega að leggja embættið niður eins og núverandi ríkisstjórn vill gera. Með frumvarpinu eru einnig lagðar til breytingar í þá veru að sekta í stað þess að ákæra í leiri málum. Með því er verið að milda til muna mat á alvarleika brota og gera refsilaus brot gegn skattalögum sem nú sæta refsingum. Og rökin virðast vera að afkastageta hjá ákæruvaldi sé ekki nægileg. Þau rök duga alls ekki fyrir slíkum breytingum. Í meira en aldarfjórðung hefur reglulega verið vakin athygli á nauðsyn þess að uppræta augljósan tvíverknað í rannsókn á skattsvikum og efnahagsbrotum og útgáfu ákæra á því sviði, jafnt í þingmálum sem og mörgum skýrslum og greiningum. Fyrirkomulagið hér á landi er seinvirkt og kostnaðarsamt og hvorki hinu opinbera né sakborningum í hag. Með löngum málsmeðferðartíma vex auk þess hættan á að réttarspjöll verði sem leiði til mildari dóma en ella eða jafnvel sýknu eins og dæmi eru um. Í stað þess að sameina embætti skattrannsóknarstjóra og ríkisskattstjóra væri mun árangurríkara og skilvirkara í alvarlegum skattalagabrotum, að efla skattrannsóknir og veita skattrannsóknarstjóra ákæruvald í þeim málum sem embættið rannsakar. Þannig mætti koma í veg fyrir tvíverknað, stuðla að styttri málsmeðferðartíma og skapa um leið betri samfellu í rannsókn alvarlegra skattalagabrota. Sakamál vegna skattalagabrota krefjast sérþekkingar og sérhæfingar, bæði hvað varðar rannsóknir og saksókn. Það stuðlar að skilvirkni að einn og sami aðilinn annist hvort tveggja. Slík tilhögun er þekkt í öðrum löndum, þar á meðal í Þýskalandi. Ógjörningur er að koma auga á hvernig hagur almennings er varinn með því að draga tennurnar úr skattrannsóknum hér á landi. Hver græðir á því? Höfundur er formaður þingflokks Samfylkingarinnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun